Fundur verður haldinn í málefnahópi um sjálfbært hagkerfi mánudaginn 14. febrúar n.k. Fundurinn hefst kl. 20.30 í Hugmyndahúsi Háskólanna að Grandagarði 2.  Fyrsta mál á dagskrá er mótun stefnu um sjálfbært hagkerfi.  Eins og venjulega eru fundir Lýðræðisfélagsins opnir öllum og allir eru alltaf velkomnir. 

Dagskrá:
1. Stefna Öldu um Sjálfbært lýðræði (móta ramma)
2. Samstarf við aðra hópa um málefnið
3. Önnur mál