Fundur í málefnahóp um sjálfbært hagkerfi var haldin mánudaginn 14. febrúar s.l.  Á dagskrá fundar var að móta ramma fyrir stefnu félagsins í málaflokknum.

Mættir: Gústav A.B. Sigurbjörnsson, Sara Sigurbjörns-Öldudóttir og Dóra Ísleifsdóttir.

Dagskrá:
1. Stefna Öldu um Sjálfbært lýðræði (móta ramma)
– Samvinna við náttúruna, nýting á lausnum sem þróast hafa í náttúrunni (líföpun, e.biomimicry)
– Samkeppni án eyðileggingar
– Orkunýting, nýting auðlinda
– Upplýsingaskylda fyrirtækja um framleiðslu frá uppruna að smásölu
– Upplýsingar um neysluvöru og þjónustu (vottunarkerfi?)
– Samgöngur og aðrir strúktúrar
– Aukin gæði
– Heildræn hagkvæmni — engin sóun
– Almenn velferð og gildismat
– Ecological justice movement (vulnerability)
– Lýðræði kemur í veg fyrir neyslu-sjálfskúgun (nýtt gildismat)
– Vinnutími og framleiðni — aftengja neysluþörf — valdefling
– Innflutningslög og reglur sem fylgja íslenskum lögum um mannréttindi og vinnustaðla (réttindi launafólks). Vara (o.s.frv) komi ekki til landsins hafi íslensk lög verið brotinn við framleiðslu hennar. Þar með gerum við þegna annarra ríkja að „moral constituents“.
– Fyrirmyndar
– Hvaða takmarkanir setur Alþjóðaviðskiptastofnun — erum við skuldbundin með lagaramma úr alþjóðlegum lagaramma (eða EES).
— Macro og micro stefna

Sara gerir tillögu að því að nota orðið sjálfbærni sem minnst vegna þess hversu loðið og óskilgreint hugtakið er. Sátt er um að lýsa hugmyndum með konkret tillögum og orðalagi.

Samþykkt að safna upplýsingum um staðla og vottunarkerfi. T.d. Svansmerkið ofl. Ætti að snúa vottunarkerfi við — þannig að lög og reglur banni misnotkun á manni og náttúru — þeir sem gerast brotlegir fái rauða spjaldið. Í stað þess sem er að kaupa / sækja þurfi um vottun á gæðum.

Gústav stingur uppá að fyrirtæki geti auglýst afföllin sín. Sara tekur undir og talar um lífrænan úrgang (t.d bein) og verðmæti hans sem hráefnis.

Polyculture, hvernig framleiðslukeðjur má skapa með náttúrunni.

2. Samstarf við aðra hópa um málefnið
Sara tekur að sér að hafa samband við Framtíðarlandið. Náttúra.info / Oddný Eir Ævarsdóttir. Nánari umræðu og áætlunum frestað.

3. Önnur mál
Engin.

Næsti fundur áætlaður 2 vikur héðan í frá.
Dagskrá verði gerð í síðasta lagi 3 dögum fyrir fundinn eftir vinnu í stefnunni á milli funda.