Það hefur verið mikið að gera hjá félaginu upp á síðkastið.

Félaginu var boðið að halda erindi um tillögur stjórnlagaráðs þann 12. sept. s.l. á borgarafundi sem Hreyfingin stóð fyrir. Kristinn Már Ársælsson mætti þangað fyrir hönd félagsins.

Íris Ellenberger, stjórnarkona í Öldu, hélt svo erindi á ráðstefnu um beint lýðræði sem Innanríkisráðuneytið bauð til. Á ráðstefnunni voru kynntar ýmsar leiðir í átt að beinu lýðræði, m.a. sagði Gunnar Grímsson frá vefsíðunni Opin Reykjavík (áður Skuggaborg og Betri Reykjavík) sem fer í loftið von bráðar og Bruno Kaufman sagði frá fyrirkomulagi á beinu lýðræði í Sviss.

Ráðstefnan var send beint út á netinu og tekin upp. Hér má hlusta á ráðstefnuna.

Hér er afrakstur af hópaumræðu ráðstefnunnar.

Alda var áberandi í fjölmiðlum þennan dag. Hér er viðtal við Írisi í kvöldfréttum RÚV 14. sept. s.l.
Og hér í kvöldfréttum útvarps sama dag.