Boðað er til fundar í málefnahópi um sjálfbærni næstkomandi mánudag 28. nóvember. Á fundinum verða fyrst og fremst til umræðu tvö málefni: Grænt hagkerfi og sjálfbærniþorp. Mikið er rætt um grænt hagkerfi þessi misserin og sérstaklega í tengslum við Rio ráðstefnuna á næsta ári. Grunnstefið í þeirri umræðu er yfirleitt hvernig megi ná fram grænum hagvexti eða gera hagvöxt eilítið grænni. Margir hafa bent á að hagvöxtur sé ósjálfbær, enda eilífur vöxtur í heimi takmarkaðra auðlinda ómögulegur. Alda leitar leiða til að tryggja að hagkerfið sé í raun og veru sjálfbært, m.a. með því að finna dæmi um vel heppnuð verkefni á sviði sjálfbærni.

Alda vinnur einnig að verkefni um sjálfbærniþorp þar sem uppbygging samfélagsins er á sjálfbærum grunni. Rætt verður um framhald þess verkefnis, s.s. um nánari útfærslu, samstarf og hvernig megi koma því í framkvæmd.

Nánari upplýsingar má finna í fundargerð frá 26. október síðastliðnum.

Allir velkomnir. Fundurinn hefst kl. 20.30 og er haldinn í Grasrótarmiðstöðinni að Brautarholti 4 í Reykjavík.

Dagskrá

1. Sjálfbærniþorp
2. Grænt hagkerfi
3. Önnur mál