Fundur í málefnahópi um sjálfbærni, mánudaginn 28. nóvember 2011. Mættir voru: Hulda Björg Sigurðardóttir, Björn Brynjuson og Kristinn Már er ritaði fundargerð.

1. Sjálfbærniþorp.
Næstu skref. Verið er að vinna í að vinna umsóknartexta. Rætt var um að álíka verkefni hafa verið framkvæmd víða um heim. Rætt svolítið um Cittaslow í því sambandi. Ákveðið að leita uppi verkefni erlendis og nýta þá reynslu sem er til staðar. Félagsmenn sem hafa upplýsingar um slíkt eru hvattir til þess að koma þeim á framfæri við hópinn. Stefnt að því að safna saman frekari upplýsingum yfir jólin.

2. Verkefni hópsins.

Rætt var um hugmyndafræði Öldu að finna raunhæfar lausnir á þeim vandamálum er við stöndum frammi fyrir. Ákveðið var að hafa samband við þá sem þekkja málefni sjálfbærni hér á landi hvað mest og óska eftir ábendingum um verkefni sem reynst hafa vel í því að koma á sjálfbærni. Allar ábendingar séu vel þegnar. Ákveðið að afmarka yfir jólin nokkur verkefni sem hefja má vinnu við strax eftir áramót.

Rætt var um rannsókn Sigurðar Eyberg og samstaða um að koma þyrfti betur á framfæri og skapa meiri umræðu um ósjálfbæra neyslu Íslendinga.

Rætt var um Happy Planet Index, GPI og aðra mælikvarða sem taka mið af fleiri þáttum en hagvöxtur. Fundarmenn voru sammála um að nauðsynlegt væri að koma á öðrum mælingum um afkomu samfélaga sem taka mið af fleiri þáttum, s.s. umhverfis- og félagslegum. Sú hugmynd kom upp að Alda gæti framkvæmt útreikninga og birt spár með öðrum mælikvörðum, t.d. á sama tíma og opinberar greiningardeildir gefa út sínar spár. Nokkur umræða var um ágalla þess að meta allt í peningum, slíkt sé ekki hægt. Einnig rætt um hagkerfi án hagvaxtar.

3. Önnur mál.
Skemmtilegar umræður um lýðræðið og stöðu þess. Nokkur umræða um skörun við hóp um lýðræðislegt hagkerfi.

Fundi var slitið um 21:40.