Í haust óskaði Guðmundur D. Haraldsson, félagsmaður í Öldu, eftir áhugasömum einstaklingum til að vinna með sér að styttingu vinnudagsins en hann hefur t.d. skrifað greinar um málefnið sem hafa birst á vefsvæði Öldu. Þær má lesa hér og hér. Heimtur voru góður og úr varð formlegur málefnahópur.

Nú er því boðað til fundar í málefnahópi um styttingu vinnudagsins. Fundurinn verður haldinn næsta mánudag þann 12. desember n.k. í Grasrótarmiðstöðinni að Brautarholti 4, kl. 20:30.

Efni fundarins er:
* Skipulag starfsins
* Helstu röksemdir – viðbætur

Allir velkomnir!