Fundur um styttingu vinnudags, haldinn þann 2. apríl 2012. Fundur byrjaði kl. 20:30. Mættir voru Kristinn M. Ársælsson, Júlíus K. Valdimarsson og Guðmundur D. Haraldsson (er ritaði fundargerð).

Umræðuefnið var hvernig ætti að standa að kynningu á hugmyndum Öldu um styttingu vinnudags. Ákveðið var að senda greinargerðina sem Guðmundur hefur samið, ásamt ályktun félagsins, til allra stéttarfélaga á landinu – þar með talið BSRB, ASÍ og VR – en einnig til alla fjölmiðla (einnig landshlutafjölmiðla), Sambands Íslenskra Sveitarfélaga, allra sveitarstjórna á landinu, Samtaka Atvinnulífsins og allra stjórnmálaflokka. Einnig myndi félag starfsmannastjóra – ef slíkt er til – fá eintak.

Greinargerðin og ályktunin hafa nú verið sett upp í skjalsniði Öldu. Guðmundur hefur tekið saman lista yfir stéttarfélög á landinu og verður stuðst við hann.

Ákveðið var að Guðmundur myndi halda utan um hvers kyns viðbrögð vegna ályktunar Öldu og greinargerðarinnar. Svoleiðis lagað gæti reynst vel, ef reyna þyrfti aftur að vekja athygli á málinu og í frekari kynningu eða umræðum um efnið.

Ákveðið var að leggja meiri áherslu á kynningu hjá vissum stéttarfélögum, þar sem er vitað er til að formenn eða aðrir hafa mikinn áhuga á breytingum hvers kyns. Fundarmenn sammæltust um að hafa samband persónulega við fólk innan stéttarfélaganna, sem þeir þekktu sjálfir.

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið klukkan 21:50.