Fundur var settur kl. 20:30

Fundarstjóri var Hjalti Hrafn Hafþórsson og Birgir Smári Ársælsson var ritari.

Aðrir sem mættu voru Valgerður Pálsdóttir, Gunnlaugur Helgi Ársælsson, Steindór, Sigrún og Jón Þór.

Farið var yfir efni síðustu funda og ætlun hópsins að skila áliti á lýðræði innan nýju aðalnámskánnar til mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Upp úr því hófust umræður um kerfið eins og það er á Íslandi og hópurinn ræddi aðra mögleika með því að skoða skóla sem þegar starfa með lýðræðislegu ferli. Litið var til dæmis til breytinga á skólaráðum í Chicago á níunda áratugnum og Sudbury Valley skólans þar sem nemendur og starfsmenn hafa allri eitt atkvæði á fundum.

Um miðbik fundar var minnst á miðfundarbrandararegluna og tók sá og hinn sami á skarið og sagði einn góðan. Var vel tekið í slíka reglu. Fundarstjóri lagði síðan til næsta fundarlið og var rætt stuttlega um að Alda færi í heimsókn á starfsdag leikskólakennara og héldi erindu um lýðræðislegt menntakerfi.

Lagt var til að breyta hópnum í vinnufund með það að markmiði að lesa námskrárnar með lýðræði í huga og safna saman tengdu lesefni og setja saman ályktun um lýðræði í nýju námskránni. Samkomulag var um að setja upp dropbox og safna þar saman lesefni.

Stefnt var að halda næsta fund 30. apríl og yrði það fyrsti formlegi vinnufundur.

Fundi var slitið kl. 21:54