Boðað er til fundar í málefnahóp um lýðræðislegt hagkerfi þriðjudaginn 17. apríl kl 20:30 í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4.

Á fundinum verður unnið að gerð þingsályktunartillögu um lýðræðisleg fyrirtæki og rætt áfram um kynningu hugmyndarinnar og möguleikann á að fá fyrirlesara til landsins…. og það verða sagðir brandarar (af því að allir fundir hjá Öldu eru skemmtilegir).

Eins og með alla aðra fundi hjá Öldu er fundurinn opinn og allir eru hvattir til að mæta og taka þátt.