Alda vill benda á fund á vegum Stjórnarskrárfélagsins sem haldinn verður klukkan 20.00 annað kvöld, fimmtudaginn 3. maí, í Iðnó. 

Fundurinn ber yfirskriftina „Kjördæmi, persónukjör og nýja stjórnarskráin“ og fjallar um áhrif sem ný stjórnarskrá hefði á kosningakerfið og kjördæmin.

Fleiri fundir eru á dagskrá félagsins og spannar umfjöllunarefni þeirra allt frá náttúrunni og auðlindunum yfir í flokka og flokkakerfi.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Stjórnarskrárfélagsins.