Stjórnarfundur í Öldu. 1. maí 2012.

Mættir voru: Halla Margrét, Hulda björg, Sólveig alda (er ritaði fundargerð), Björn Þorsteinsson, Sigrún Sigurðardóttir, Hjalti Hrafn, Kristinn Már (er stýrði fundi), Valgerður Pálmadóttir, Helga Kjartansdóttir, Þórður Björn, Júlíus Valdimarsson og Páll Heiðar.

1. Stytting vinnudags
Allt að gerast. Stefna félagsins verður send á verkalýðsfélög í pósti í þessari viku og kynnt opinberlega í kjölfarið. Endanlegt stefnuplagg kemur á vefinn í þessari viku.

2. Stefna lýðræðislegs stjórnmálaflokks
Þrjár stefnur sem félagð vinnur fyrir stjórnmálaflokkai: lýðræðismál, efnahagskerfið og sjálfbærni. Sú fyrsta frágengin og tekin til afgreiðslu á fundinum. Alda er ekki og hyggst ekki verða stjórnmálaflokkur.

Björn og Kristinn, hópstjórar stjórnmálahóps kynntu. Þátttökuferli fyrst og svo í þjóðaratkvæðisgreiðslur, ná samkomulagi áður en greidd eru atkvæði. Mikil krafa á gegnsæi. Stjórnvöldum er skylt að svara innsendum erindum efnislega. Slembival – allir þátttakendur með í umræðunni. Almenningur geti átt frumkvæði að málum í gegnum formlegt ferli. Fyrirtæki og fjármagn: hafi ekki hagsmunatengsl við fulltrúa almennings. Ábyrgð fulltrúa: flokkakjörnir skulu bundnir ákvarðunum flokka sinna. Að menn geti ekki gengið þvert á öll kosningaloforð. Nauðsyn þess að geta gert málamiðlanir í pólitík. Við sjáum þetta að það eigi að vera eðlilegra samband, ákvarðanataka, á milli almennings og stjórnmálamanna. Kosningarnar verða ekki lengur aðalatriðið. Mörg mál á gráu svæði en svo eru dæmi um að þingmenn fari langt út fyrir línuna. Taka ábyrgð á því. Vantar inn tímamörk á setu á þingi. Slembivalsfulltrúar eitt tímabil, 4 ár. Aðrir 8 ár. Þeir skoða tímamörk og bæta við. Annars samþykkt.

Aðrar stefnur væntanlega teknar fyrir á næsta stjórnarfundi.

3. Fjármál félagsins
Stjórnarmenn beygðu sig í duftið og þurfa að fylla út eyðublöð til að fá að stofna félagið á pappírum fyrir pappírspésana. Fá bankareikning og svona.

4. Grasrótarmiðstöð
Samþykkt á aðalfundi Grasrótarmiðstöðvarinnar: hvert aðildarfélag hefur eitt atkvæði. Allir geta fengið aðgang ef þeir uppfylla ákveðnar formkröfur. Hatursstefna er bönnuð í húsinu. Ef á að skuldbinda rekstrarfélagið þá gildir hlutafélagaformið. Ekki hægt að skuldbinda félög til að leggja fram aura. Gildir eingöngu um hærri upphæðir. Ákveðið að fækka í stjórn, úr fimm í þrjá. Þrír varamenn. Jón Þór fyrir Dögun, Guðmundur Ásgeirs og stungið upp á Ástu Hafberg fyrir Öldu. Fundir áfram opnir, allir fulltrúar aðildarfélaga sem mæta hafa atkv.rétt. Ef tekin er bull ákvörðun þá hægt að vísa til félagsfundar. Í Grasrótarmiðstöðinni verður ekki kosningamiðstöð. Dögun ætlar ekki að hafa kosningamiðstöð hér en þau fá læsta peningaherbergið.
Tillaga að Ástu Hafberg fyrir hönd Öldu í rekstrarfélag í stjórn, samþykkt á stjórnarfundi. Auglýsum varamann í stjórn á heimasíðu. Framkvæmdaráð sér um flest málefni hússins. Fundir auglýstir á heimasíðu Grasrótarmiðstöðvarinnar.

5. Vinnulag í Öldu
Viljum setja vinnulagið í formlegri farveg. Taka til skoðunar stöðuna, símenntun og skoða hvernig við högum okkur, sérstakleg hvað varðar jafnræði og jafnrétti. Helga Kjartans mun leiða verkefnið. Að Alda haldi áfram að vera lifandi, forðast stöðnun.

(Júlíus kom inn með látum.)

Að taka á móti nýju fólki. Hvað á að passa?

Að sækja upplýsingar til þeirra sem hefur komið á staka fundi; heyra hvað fólki finnst og hvað við getum gert betur. Fela fólki verkefni.
Að fundargerðir komi strax.

6. Ráðstefna um lýðræði í maí
10.-12.maí. Fishkin, einn þekktasti fræðimaður á sviði slembivals. Fullt af fræðiliði um þátttökufjárhagsáætlunargerð. Okkur býðst að fá Fishkin og fræðimenn á spjallfund á Öldu. Fimmtudagskvöld í næstu viku, nánar auglýst síðar. Okkur var einnig boðið að vera í pallborði ásamt stjórnmálamönnum og fræðimönnum. Samþykkt að Kristinn Már fari fyrir félagið og Halldóra Ísleifsdóttir.

Rætt um rangfærslur um beint lýðræði, sérstaklega í Kaliforníu. Bent á að víða séu sambærilegar reglur og í Kaliforníu en ekki sama skuldastaða og sömuleiðis að reglurnar hafi verið lengi en ekki leitt til bágborinnar skuldastöðu fyrr en nýlega. Einnig bent á að víða séu fulltrúalýðræðisríki sem séu í bágborinni fjárhagsstöðu.

7. Ályktun um stöðu mála í kjölfar hrunsins
Björn las yfir ályktun sem stjórnmálahópur bjó til. Efnislegar breytingar voru ekki margar en örlitlar orðalagsbreytingar.
Bæta inn: hvernig á að skila þessu til komandi kynslóða. – þjónar almannahag/hagsmunir heildarinnar og komandi kynslóða.
Við þurfum nýja skilgreiningu á lífsgæði: raunveruleg lífsgæði. Endurskoðun á gildum og hnykkja á því. (punktur 6). Punktur með menntakerfið: Alda fagnar nýrri námsskrá. Þeim stóru orðum þarf að fylgja eftir. Fjölmiðlar. Hitta Jóhönnu.

8. Önnur mál
Söfnum liði erindi frá Daða Ingólfssyni. Rætt um að ALDA geti ekki mælt með tillögum stjórnlagaráðs, nema ákvæði verði breytt um þjóðaratkvæðisgreiðslur, losa um þessar takmarkanir. Stjórnmál snúast um hvernig peningar dreifast. Það má ekki boða til þjóðaratkvæðisgreiðslu um fjármál. Atkvæðagreiðslu um lið fyrir lið, að þetta fari í stærra ferli. Að vinnan verði unnin betur. Við viljum ganga lengra. Nú er komið að því punkti að við ættum að segja að þetta hafi mistekist. Þetta þarf að gera aftur og betur mjög fljótlega. Ákveðið að Alda haldi sig við efnislega afstöðu sem birtist í ályktun um stjórnarskrármálið.

Kynntar hugmyndir um ráðstefnu í haust um lýðræði, þar á meðal um Porto Alegre. Stjórnmálahópur kemur ábendingum á framfæri við Þorleif Gunnlaugsson.

Björg Sigurðard. hafði samband við félagið og hefur áhuga á að framkvæma borgarafundi með þátttökulýðræðissniði. Félagið tekur vel í það og mun senda fulltrúa á undirbúningsfundi.

Fundi slitið og sagðir brandarar um stjórnmálamenn sem telja ómögulegt að haldnar séu þjóðaratkvæðagreiðslur sem bindi hendur fulltrúa almennings. Kröfuspjöld um vinnutímastyttingu gerð og haldið í kröfugöngu.

One Thought to “Fundargerð: Stjórnarfundur 1. maí”

  1. Því miður verður ekkert af viðburðinum á fimmtudagskvöld eins og getið er um í fundargerðinni.

Comments are closed.