Fundur í málefnahópi um lýðræðisvæðingu stjórnmálanna verður þriðjudaginn 22. maí kl. 20 í Grasrótarmiðstöðinni að Brautarholti 4. Farið verður yfir þau verkefni sem hópurinn vann í vetur, hvernig megi koma þeim á framfæri og svo um næstu verkefni hópsins.

Dagskrá

  1. Uppskera: Lýðræðislegur stjórnmálaflokkur, stefna í lýðræðismálum.
  2. Gagnagrunnur – Real Democracy Now!
  3. Næstu verkefni og framvkæmd
  4. Stjórnarskrármálið og stjórnmálaástandið
  5. Önnur mál

Allir fundir hjá Öldu eru öllum opnir. Notast er við samhljóða ákvarðanatöku (e. consensus) en að öðrum kosti eitt atkvæði á mann. Allir geta tekið þátt, allir geta lagt hönd á plóg. Umsjónarmenn hópsins eru Björn Þorsteinsson og Kristinn Már Ársælsson.