Mánudagskvöldið 4. mars n.k. verður haldinn fundur í Grasrótarmiðstöðinni þar sem farið er yfir möguleikana á nýjum þjóðfundi. Fundurinn hefst klukkan 20 og eru allir áhugasamir hvattir til að mæta.
Þjóðfundarformið opnar leið til að efla beint lýðræði. Samborgarar hittast þar á jafningjagrundvelli og ræða hugmyndir um hvernig megi skapa betra samfélag. Þjóðfundaformið krefst samvinnu og djúprar hlustunar af þátttakendum sem er mikilvægt ef lýðræðisfyrirkomulagið á að bera árangur.
Nú sem aldrei fyrr er nauðsynlegt að fólk um allan heim læri að lifa saman og vinna á lýðræðislegum grunni. Enda eru háværar raddir einmitt núna þar sem almenningur gerir kröfur um að fá beinni áhrif á ákvarðanatökur sem varða almannaheill.
Hér er fundargerð síðasta fundar; http://alda.is/?p=2295