Alda – félag um sjálfbærni og lýðræði heldur fyrsta fund vetrarins miðvikudaginn 3. september kl 20:00 í Múltí Kúltí, Barónstíg 3.

Á fundinum verður farið yfir stöðuna eftir sumarið og vetrarstarfið skipulagt. Það þarf að athuga hvaða málefnahópa við viljum nota orkuna í og setja þeim hópum markmið.

Eins og allir fundir hjá Öldu er þessi fundur opinn öllum. Það væri gaman að sjá sem flesta á þessum fundi því það er auðveldast að komast inn í málefnastarfið þegar við erum að byrja á nýjum verkefnum.