Kæri félagi.

 

Eftir ládeyðu í nokkur ár er Lýðræðisfélagið Alda er vaknað úr dvala. Haldinn var aðalfundur í janúar, þremur mánuðum eftir að hann hefði átt að eiga sér stað. Þar var samþykkt bráðabirgðaákvæði þar sem slembival við kjör stjórnar var fellt niður þennan aðalfund. Það var gert til þess að enginn yrði kallaður óvænt inn í stjórn félagsins á grundvelli slembikjörs og gilti aðeins um þennan eina stjórnarfund.

Núverandi stjórn hefur að mestu eytt kröftum sínum í praktíska hluti. Svo sem fjármál og  framtíðarstarfsemi félagsins. Einnig hefur stjórn sent frá sér eina ályktun, og tvær umsagnir við þingsályktunartillögur og haldið erindi á Róttæka Sumarháskólanum

 

Þá eru uppi hugleiðingar um að ráða starfsmann til að geta sinnt störfum félagsins og reglubundnum grundvelli en það hefur reynist okkur í stjórninni erfitt að hrinda í framkvæmd þeirri starfsemi sem við hefðum viljað sjá. Þar að leiðandi leitum við að mögulegum styrkjum og frjálsum framlögum frá einstaklingum.

 

Aðalfundur félagsins verður haldinn laugardaginn 7. október kl. 14.00 í Húsnæði Multi-Kúlti, Barónsstíg 3. Þar verður meðal annars valinn ný stjórn með kosningu og slembivali. Ef þið viljið ekki vera með í slembivali eruð þið beðin um að tilkynna það stjórninni í gegnum aldademocracy@gmail.com eða í gegnum skilaboð til félagsins á Facebook-vefsíðu þess. Þá er að sjálfsögðu opið fyrir framboð til stjórnar.

 

Vinnufundur verður haldinn í aðdraganda fundarins þar sem bæði verður farið í hugmyndavinnu og skipulagsvinnu.

 

Að öðru leyti standa dyr félagins ykkur ávallt opnar. Stjórnarfundir eru sem fyrr ávallt opnir og hverjir sem mæta hafa atkvæðisrétt. Félagar munu líka geta farið fram á stjórnarfund ef þurfa þykri. Að lokum minnum við ykkur á vefinn, alda.is, sem nýlega var tekinn í gegn.

 

Með jafningjakveðju,

Stjórn Öldu, Félags um Lýðræði og sjálfbærni