Fundur settur kl. 20:00 í stjórn Öldu

Mætt voru: Björn Reynir Halldórsson (er stýrði fundi), Guðmundur D. Haraldsson (er ritaði fundargerð), Kristinn Már Ársælsson, Sólveig Alda Halldórsdóttir, Bergljót Tul Gunnlaugsdóttir

 

1. Slembival

Slembivaldir voru tveir stjórnarmenn í Öldu, og þrír enn til vara ef hinir skyldu ekki geta verið með í stjórninni.

Guðmundur og Björn Reynir hafa samband við hina slembivöldu upp á þátttöku í stjórninni.

 

2. Verkaskipting stjórnar

Ákveðið var að Guðmundur myndi einbeita sér að því að afla frekari styrkja, ásamt því að skrifa efni um skemmri vinnutíma.

Kristinn Már ætlar að vinna að efni um lýðræði, einkum slembival og borgaraþing, sem verður fyrst og fremst ætlað fyrir vefinn.

Ákveðið var að huga fyrst og fremst að kjarnastarfsemi félagsins á komandi mánuðum, búa til efni sem dugir til lengri tíma, huga að vefsíðunni, styrkjum og öðru slíku.

 

3. Styrkur til handa Öldu

Guðmundur hefur náð samkomulagi um styrk fyrir Öldu frá Viljandi minningarsjóði. Félagið fær 1.000.000 krónur úr sjóðnum fyrir árið 2017, með möguleika á styrk fyrir árið 2018 sem yrði öllu hærri. Samþykkt var einróma að taka við styrknum.

Ákveðið verður síðar hvernig peningunum verður varið, en það var samdóma álit fundargesta að styrknum yrði að verja til að styrkja og efla félagið til lengri tíma, frekar en í atburði og ráðstefnur.

 

Fundi slitið 21:30