Alda, félag um sjálfbærni og lýðræði, óskar eftir starfsmanni í hlutastarf.

Starfið felst í að kynna starfsemi og sjónarmið félagsins á opinberum vettvangi. Meðal verkefna eru t.a.m. að skrifa umsagnir um þingmál, skrifa greinar í blöð og hafa samskipti við fjölmiðla.

Æskilegt er að umsækjandi hafi mikla þekkingu á stjórnmálum og lýðræðismálum. Umsækjendur þurfa að vera vel ritfærir á íslenska tungu og er háskólamenntun á sviði hug- og/eða félagsvísinda kostur.

Starfið getur hentað vel með námi. Starfið er hugsað sem 20% vinna.

Umsóknir sendist á: aldademocracy@gmail.com fyrir 28. mars 2018.