Alda sendi í dag umsögn um frumvarp um breytingar á lögum um kosningar til Alþingis. Markmiðið með frumvarpinu er að gera þeim ríkisborgum Íslands sem búa langdvölum erlendis að kjósa til Alþingis — verði frumvarpið að lögum muni þeir eingöngu þurfa að skrá sig á kjörskrá einu sinni, til að geta kosið, en þurfi ekki að skrá sig á nokkurra ára fresti.

Umsögn Öldu má finna hér að neðan, og upprunalegt skjal sem fór til Alþingis má finna hér.

***

Umsögn Öldu

Alda – félag um sjálfbærni og lýðræði, tekur undir frumvarp þetta.

Alda skorar á Alþingi að samþykkja þetta frumvarp.

Það er sjálfsagt mál að ríkisborgarar landsins geti kosið, jafnvel þótt þeir búi í öðru landi langdvölum, en óþarfa skriffinnska á ekki að hamla því að þeir geti í raun og veru kosið auðveldlega, eins og raunin er í sumum tilfellum í dag. Engin góð ástæða er til að hamla ríkisborgurum landsins um að kjósa um stjórnmálaflokka – í lýðræðisríkjum á að auðvelda fólki að kjósa og taka þátt í lýðræðinu, fremur en að hamla fólki að taka þátt.