Alda sendi í dag umsögn til Alþingis um frumvarp um styttingu vinnuvikunnar í 35 stundir. Umsögn Öldu er jákvæð, enda bendir margt til þess að stytting vinnuvikunnar geti gagnast vinnandi fólki og fjölskyldum þeirra til að ná betra jafnvægi milli vinnu og einkalífs, auk þess sem stytting vinnuvikunnar geti haft jákvæð áhrif á menntun barna, lýðræðið í landinu og ýmislegt fleira.

Helstu rökin fyrir styttingu vinnuvikunnar eru:
• Á Íslandi er mjög mikið unnið
• Umfang vinnunnar á Íslandi er það mesta innan OECD
• Framleiðni á Íslandi er léleg og myndi trúlega aukast við að stytta vinnuvikuna
• Afleiðing af tækni- og sjálfvirknivæðingu ætti að vera skemmri vinnuvika
• Skemmri vinnuvika myndi auka lífsgæði á Íslandi og er ekki vanþörf á
• Stytting vinnuvikunnar myndi gera fólki frekar kleift að taka þátt í lýðræðinu
• Vilji er til að stytta vinnuvikuna
• Tilraunir með styttingu vinnuvikunnar á Íslandi hafa gefist vel

Umsögnina sem send var til Alþingis má finna hér.