Alda hefur ákveðið að efna til málþings um styttingu vinnuvikunnar í Hörpu laugardaginn 12. janúar. Markmiðið er að þroska enn frekar umræðuna um styttingu vinnuvikunnar, og auka skilning á þeim möguleikum sem hún hefur í för með sér fyrir íslenskt samfélag. Efnt er til málþingsins með stuðningi ASÍ, BRSB, BHM og Eflingar stéttarfélags.

Undanfarin misseri hefur stytting vinnuvikunnar verið mikið í umræðunni. Tilefni þess er meðal annars að Reykjavíkurborg hefur rekið tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar sem hefur gefist vel, auk þess sem nokkrar opinberar stofnanir hafa verið þátttakendur í samskonar verkefni sem einnig hefur gefist vel, en þar er um að ræða Ríkisskattstjóra, Útlendingastofnun, Þjóðskrá Íslands og Embætti sýslumanns á Ísafirði. Um tvö þúsund starfsmenn Reykjavíkurborg vinna nú skemmri vinnudag, þökk sé þessu tilraunaverkefni.

Dagskrá málþingsins:

– Björn Þorsteinsson prófessor opnar málþingið fyrir hönd stjórnar Öldu.
– Aidan Harper, New Economics Foundation: Skemmri vinnuvika og lífsgæði, áhrif á náttúruna og samfélagið. Tengsl við aukna framleiðni.
– Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB: Styttri vinnuvika – Eftir hverju erum við að bíða? Tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar og ríkisins.
– Ragnar Þór Ingólfsson, VR. Stytting vinnuvikunnar, nýr fókus.
– Kaffihlé kl. 14:20
– Ragnheiður Þorleifsdóttir framkvæmdastjóri Hugsmiðjunnar: Reynslusaga um styttingu vinnudagsins.
– Guðmundur D. Haraldsson, Öldu: Vinnustundir á Íslandi í alþjóðlegu samhengi, svolítið um Eflingarskýrsluna

Í lokin verða pallborðsumræður:

– Guðmundur D. Haraldsson, stjórnarmaður í Öldu
– Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis.
– Ólafur Þór Gunnarsson, varaformaður velferðarnefndar Alþingis.
– Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar
– Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR
– Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB

Málþingið verður haldið í Hörpu þann 12. janúar 2019 í salnum Ríma A og B og byrjar kl. 13.

Facebook viðburð má finna hér.