Alda sendi í dag umsögn til Alþingis um lagabreytingu sem opnar á aðgengi að upplýsingum um starfsemi Alþingis. Ýmsar athugasemdir eru gerðar við frumvarpið, en það þó talið skref í rétta átt. Umsögnina má finna hér.
Lesa meiraAlda sendi í dag umsögn til Alþingis um frumvarp um breytingu á sveitastjórnarlögum. Alda gerir athugasemdir við frumvarpið. Umsögnina má finna í heild sinni hér.
Lesa meiraAlda sendi í dag umsögn til Alþingis um þingsályktunartillögu um grænan samfélagssáttmála. Alda telur málið jákvætt, en leggur til nokkrar breytingar. Umsögnina má finna í heild sinni hér.
Lesa meiraAlda sendi í dag umsögn til Alþingis um frumvarp um ráðherraábyrgð. Umsögn Öldu er jákvæð, enda er markmiðið að auka ábyrgð ráðherra gagnvart lögum. Umsögnin er svohljóðandi: Alda leggur til að frumvarp þetta verði samþykkt sem allra fyrst, enda eiga ráðherrar ávallt að greina satt og rétt frá, ekki síst þegar Alþingi krefur þá um…
Lesa meiraAlda sendi í dag umsögn til Alþingis um frumvarp um fjölgun frídaga. Umsögn Öldu var jákvæð, enda er markmiðið að veita vinnandi fólki aukið tækifæri til að njóta frístunda. Umsögn Öldu er svohljóðandi: Alda tekur undir meginmarkmið þessa frumvarps, um að fjölga frídögum vinnandi fólks, enda er fjöldi vinnustunda á Íslandi mikill og vinnuálag mikið.…
Lesa meiraAðalfundur Öldu, félags um sjálfbærni og lýðræði, var haldinn í Múltíkúltí við Barónsstíg 3, Reykjavík, laugardaginn 12. október 2019. Fundur var settur kl. 13:10. Viðstödd voru þau Guðmundur D. Haraldsson, Hulda Björg Sigurðardóttir, Júlíus Valdimarsson, Guðmundur Hörður Guðmundsson, Bára Jóhannesdóttir Guðrúnardóttir, Sævar Finnbogason, Árni Már og Þorvarður B. Kjartansson. 1. Kosning fundarstjóra Guðmundur D. Haraldsson…
Lesa meiraAðalfundur Öldu, félags um sjálfbærni og lýðræði, samþykkti ályktun þar sem stjórnvöld eru hvött til að hefja ekki sölu á hlut ríkisins í Landsbanka og Íslandsbanka fyrr en að loknu vönduðu lýðræðislegu ferli þar sem almenningi verði gefið tækifæri til að ákveða framtíðarskipan bankakerfisins. Mælir félagið með að stjórnvöld hefji samráðsferli slembivalins borgaraþings, skoðanakannana og…
Lesa meiraÞriðjudaginn 8. október næstkomandi verður áhugaverður viðburður um grænar fjárfestingar og um fjárfestingarstefnu almannastofnana, m.a. lífeyrissjóða. Fulltrúi Öldu verður á staðnum og lýsir sjónarmiðum Öldu, en meðal annars verður rætt um verkefni Öldu, Fjárlosun. Meira um viðburðinn hér. Allir velkomnir!
Lesa meiraBoðað er til aðalfundar Öldu, félags um Sjálfbærni og lýðræði, laugardaginn 12. október 2019 kl. 13.00 í húsnæði Múltikúlti að Barónsstíg 3. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: 1. Kosning fundarstjóra 2. Skýrsla stjórnar 3. Framlagning reikninga 4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga 5. Lagabreytingar 6. Kosning kjörnefndar 7. Kosning stjórnar 8. Önnur mál Sérstök athygli…
Lesa meiraÁ nýafstöðnu ársþingi Verkamannaflokksins í Bretlandi sem haldið var á dögunum, var mótuð sú markvissa stefna flokksins að stytta vinnuvikuna í 32 stundir á næsta áratug (#). Í Bretlandi, rétt eins og á Íslandi, er sterk menning fyrir því að vinna mikið og lengi. Þannig er vinnuvikan löng, en hún er um 43 stundir á…
Lesa meira