Stjórnarfundur í Öldu verður haldinn fimmtudaginn 12. september 2019 og hefst kl. 20:00. Fundurinn verður haldinn að kaffihúsinu Stofunni, Vesturgötu 3, í fundarherberginu á efri hæðinni.

Fundir stjórnar Öldu eru opnir öllum og allir eru velkomnir. Allir sem vilja taka þátt geta mætt á fund hjá félaginu.

Dagskrá:
* Fundir um borgaraþing
* Aðgerðir varðandi samfélagsbanka og einkavæðingu núverandi banka
* Fjárlosun — næstu aðgerðir, kynning
* Hugmynd að vefsíðu um skemmri vinnuviku, til að fá einkafyrirtæki til að prófa sig áfram sjálf
* Samstarfsverkefni: Skýrsla um árangurinn af skemmri vinnuviku, á ensku
* Hlaðvarp Öldu
* Önnur mál

– Stjórn Öldu.