Fundur var settur klukkan 12:00 í Hafnarhúsi, Tryggvagötu 17, þann 8. desember 2024. Mættir voru Guðmundur D. Haraldsson (er ritaði fundargerð og stjórnaði fundi), Sævar Finnbogason, og Þorvarður Bergmann.

1. Skýrsla Öldu og Autonomy

Skýrsla Öldu og Autonomy um upplifun og áhrif af styttri vinnuviku kom út í lok október. Fjallað var um skýrsluna á CNN og í Timeout og víðar. Viðtökur hafa verið góðar. Til stendur að þýða skýrsluna á þýsku, auk 2021 skýrslu Öldu og Autonomy.

2. Evrópska vinnutímanetið — fjölgun félaga

Framhald af umræðu á fyrri fundi um hvernig má fjölga félögum í Evrópska vinnutímanetinu. Næsta skref er að ræða við ASÍ.

3. Verkefni um jöfnuð

Framhald af fyrri umræðu um jafnaðarverkefni.

Guðmundur hefur verið að skrifa greinar í fjölmiðla um jöfnuð og mikilvægi hans í samhengi við íslenskt samfélag (sjá # og #).

Sævar stingur upp á að Alda setji upp hlaðvarp þar sem má fjalla um málaefni Öldu vítt og breitt, m.a. jöfnuð og jafnaðarsamfélagið. Lesendagreinar frá Öldu gætu vísað í hlaðvarpið til að vekja athygli á því. Hlaðvarp vekur líka athygli á félaginu og gæti laðað að nýja félaga.

4. Yfirlýsing vegna stjórnarsamstarfs

Guðmundur lagði drög að yfirlýsingu frá Öldu vegna líklegs stjórnarsamstarfs. Samþykkt að senda yfirlýsinguna í fjölmiðla, á stjórnmálaflokka og kjörna fulltrúa.

5. Samfélagsbankar

Áhugi er fyrir samstarfi við félagið af hálfu fræðafólks í Háskólanum á Bifröst. Um er að ræða verkefni sem sækja þarf styrk fyrir. Sævar mun vinna málið áfram fyrir hönd félagsins.

***

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið 13:15.