Stjórnarfundur í Öldu verður haldinn fimmtudaginn 25. október og hefst kl. 20:00. Fundurinn verður haldinn að kaffihúsinu Stofunni, Vesturgötu 3, í fundarherberginu á efri hæðinni.
Fundir stjórnar Öldu eru opnir öllum og allir eru velkomnir. Allir sem vilja taka þátt geta mætt á fund og tekið þátt.
Dagskrá:
- Veturinn framundan, hver eiga að vera þau helstu mál sem Alda leggur áherslu á?
- Stjórnarskrármálið og væringar þar um.
- Lög um hlutastörf, skemmri vinnuvika.
- Styrkir: Reykjavíkurborg og EFLA.
- Umsagnir til Alþingis (#, #).
- Önnur mál.
– Stjórn Öldu.