Stytting vinnuvikunnar er nú komin á dagskrá stéttarfélaga og annarra félagasamtaka um víða veröld og er nú mikið rædd í fjölmiðlum, í stjórnmálahreyfingum og hjá hugveitum um allan heim. Stytting vinnuvikunnar er þó ekki aðeins mál sem varðar lífsgæði, jafnvægi vinnu og einkalífs, og að deila vinnunni á fleiri hendur, heldur einnig nokkuð sem varðar…
Lesa meiraBoðað er til aðalfundar Öldu, félags um Sjálfbærni og lýðræði, laugardaginn 16. október 2021 kl. 13:00 að Bolholti 6, Reykjavík. Fundurinn verður á 2. hæð, í húsnæði Múltíkúltí. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: 1. Kosning fundarstjóra2. Skýrsla stjórnar3. Framlagning reikninga4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga5. Lagabreytingar6. Kosning kjörnefndar7. Kosning stjórnar8. Önnur mál Sérstök athygli er…
Lesa meiraAlda vill vekja athygli á fjórum málefnum sem eru mikilvæg fyrir framtíð íslensks samfélags á næstu árum: Sjálfvirknivæðingu, loftslagsbreytingum, hækkandi lífaldri þjóðarinnar og styttri vinnuviku. Mikilvægt er að móta heildstæða stefnu til framtíðar sem samþættir þessa málaflokka til að stemma stigu við þróun sem þegar er orðin og er líkleg til að ágerast á næstu árum.…
Lesa meiraSkýrsla sem Alda, félag um sjálfbærni og lýðræði, og breska hugveitan Autonomy birtu nýverið um styttingu vinnuvikunnar á Íslandi hefur vakið heimsathygli.
Lesa meiraAlda og breska hugveitan Autonomy hafa nú gefið út fyrstu greinargóðu skýrsluna á ensku um tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar sem voru rekin á Íslandi á árunum 2015 til 2019. Um er að ræða tilraunaverkefni hjá bæði Reykjavíkurborg og ríkinu. Skýrslan kemur út í dag. Niðurstöður skýrslunnar eru eftirfarandi: Um 2.500 tóku þátt í tilraunaverkefnunum –…
Lesa meiraTómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir var í viðtali á Rás 2 í vikunni um styttingu vinnuvikunnar á Landspítalanum. Segist Tómas í viðtalinu vera efins um styttinguna þótt hann væri hlynntur markmiðum hennar. Hugmyndin sé góð og vel meint, að styttingin sé réttlætismál og eðlilegur liður í kjarabaráttu heilbrigðisstétta, en tímasetningin sé kannski röng. Hann segist hafa áhyggjur…
Lesa meiraAlda sendi í kvöld til Alþingis umsögn um frumvarp um breytingar á lögum um þingfararkaup. Frumvarpið tekur á kostnaði sem þingmenn geta krafið Alþingi um að greiða, en verður nú ekki leyfilegt að endurgreiða ferðakostnað í kringum kosningar. Frumvarpið má finna hér og umsögn Öldu hér.
Lesa meiraAlda sendi í dag til Alþingis umsögn um frumvarp um breytingar á lögum um fjármál stjórnmálaflokka. Umsögnin tekur til frumvarpsins sjálfs, laganna sjálfra sem og verklags við fyrri breytingar á lögunum. Umsögnina má finna hér og frumvarpið hér. Í stuttu máli fjallar frumvarpið um skyldur stjórnmálaflokka til upplýsingagjafar, vilji þeir þiggja styrki frá rikinu til…
Lesa meiraAlda sendi í dag umsögn til Alþingis um frumvarp um lækkun kosningaaldurs til Alþingis. Félagið telur að þessi breyting sé jákvæð og leggur til að frumvarpið verði samþykkt. Umsögnina má finna hér.
Lesa meiraAlda ítrekaði í dag umsögn sína um þingsályktunartillögu um takmarkanir á fjárfestingum í vinnslu jarðefnaeldsneytis. Þingsályktunartillögunina má finna hér og umsögnina hér.
Lesa meira