Stjórnmálaflokkur fyrir alvöru lýðræði

Traust á Alþingi mælist í kringum 9% og stór hluti kjósenda gefur til kynna í skoðanakönnunum að hann muni ekki ljá rótgrónum stjórnmálaflokkum atkvæði sitt í næstu kosningum. Út um allan heim standa yfir mótmæli hvar krafist er alvöru lýðræðis. Undanfarið hefur Alda unnið að því að teikna upp skipulag stjórnmálaflokks í anda alvöru lýðræðis.…

Lesa meira

Occupy economics

On November 13th 2011, economists from the University of Massachusetts Amherst drafted an open statement to the Occupy Wall Street movement pledging their support. Since then, more than 350 economists from around the world have added their names. Occupy Economics from Softbox on Vimeo.

Lesa meira

Econ4

Our aim is to change both the economics profession and common-sense understanding about how the economy works and should work. For this we need to disseminate new ideas, train the new generation of scholars and public intellectuals, and advance new research agendas. Econ4 website. Econ 4 – Introduction from Softbox on Vimeo.

Lesa meira

Opinn fundur um frumvarp stjórnlagaráðs

Næstkomandi miðvikudagskvöld, 7. desember, munu Hreyfingin og Borgarahreyfingin í samvinnu við Öldu og Stjórnarskrárfélagið, halda opinn fund um frumvarp stjórnlagaráðs. Fundurinn verður í Grasrótarmiðstöðinni að Brautarholti 4 og hefst klukkan 20.00 og stendur til 22.00. Dagskráin er svohljóðandi: 1. Friðrik Þór Guðmundsson, samvinna Borgarahreyfingarinnar og Stjórnarskrárfélagsins 2. Illugi Jökulsson og Þorvaldur Gylfason, frumvarp stjórnlagaráðs og…

Lesa meira

Drög: Lýðræðislegur stjórnmálaflokkur

Alda hefur að undanförnu unnið að því að teikna upp skipulag stjórnmálaflokks í anda alvöru lýðræðis. Á morgun, mánudaginn 5. desember verður fundur í málefnahópi um lýðræði á sviði stjórnmálanna þar sem drögin verða tekin til umræðu og afgreiðslu. Að neðan gefur að líta drögin sem rædd verða á fundinum. Drög að skipulagi lýðræðislegs stjórnmálaflokks (PDF).…

Lesa meira

Fundarboð – Stjórnarfundur 6. des 2011

Boðað er til stjórnarfundar eins og venja er fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði. Fundurinn hefst kl. 20.30 og er í Grasrótarmiðstöðinni að Brautarholti 4, 105 Reykjavík. Allir velkomnir. Dagskrá Drög að skipulagi lýðræðislegs stjórnmálaflokks Verklagsreglur um styrki og fjármál Hópastarf Starfsemi félagsins í nóvember Stjórnarskrármál Rétturinn til mótmæla Önnur mál

Lesa meira

Fundur – Lýðræðisvæðum stjórnmálin 5. des.

Á mánudagskvöldið þann 5. desember verður fundur í málefnahóp um lýðræðisvæðingu á sviði stjórnmála. Undanfarið hefur Alda unnið grunninn að því hvernig lýðræðislegur stjórnmálaflokkur gæti litið út. Áfram verður haldið með þá vinnu. Hér má kynna sér þau drög sem rædd verða á fundinum. Fundurinn hefst kl. 20.30 í Grasrótarmiðstöðinni og eru allir velkomnir. Dagskrá:…

Lesa meira