Af og til berast fréttir af jákvæðum árangri fyrirtækja erlendis með að stytta vinnuvikuna fyrir starfsfólkið sitt, og eru þessar fréttir hvort tveggja í senn af bættri líðan starfsfólksins og af árangri fyrirtækjanna við að reka sig eftir breytingarnar. Á Íslandi hafa einkafyrirtæki einnig reynt skemmri vinnuviku, með góðum árangri, og þá hafa staðið yfir…
Lesa meiraFréttir berast um þessar mundir af erlendum fyrirtækjum sem hafa prófað sig áfram með skemmri vinnuviku fyrir starfsmennina sína. Fréttirnar eru í senn, af árangri fyrirtækjanna við að reka sig og af betri lífsgæðum starfsfólksins. Hér á Íslandi hefur í það minnsta eitt einkafyrirtæki tekið upp skemmri vinnuviku, með góðum árangri. Þetta ætti að vera…
Lesa meiraNú undanfarið hafa heyrst ítrekaðar áhyggjuraddir af stöðu íslenska hagkerfisins, en það er trúlega að dragast saman um þessar mundir — neyslan er farin að minnka, m.a. vegna þess að ferðamönnum sem koma til landsins er tekið að fækka.1 Um þessar mundir veikist einnig gjaldmiðill landsins, krónan,2 væntanlega vegna þess að ferðamönnunum hér fækkar og…
Lesa meiraÍgær birtust nokkrar fréttir um að vinnuvikan á Íslandi gæti í raun verið skemmri en talið hefur verið hingað til (sjá hér, hér og hér), jafnvel að hún sé ein sú stysta í Evrópu. Er í þessu sambandi vísað til fréttatilkynningar Hagstofu Íslands frá því fyrr á árinu, þar sem er lýst nýjum tölum frá…
Lesa meiraHjalti Hrafn Hafþórsson félagi í Öldu flutti erindi í tilefni dagsins á 1. maí um samvinnufélög og lýðræðisleg fyrirtæki. Vel þess virði að hlusta á. En annars er textinn hér: Hugleiðing um nútíma verkalýðsbaráttu Til hamingju með 1. maí verkafólk um allan heim! Síðan iðnbyltingin hófst hefur verkafólk unnið marga sigra og með þrautseigju og…
Lesa meiraSólveig Alda, stjórnarmaður í Öldu, skrifaði grein sem birtist í Reykjavíkurblaðinu og Hafnarfjarðar- og Garðabæjarblaðinu MAÐURINN ER EKKI VÉL John Stuart Mill sagði fyrir nokkru síðan: “[maðurinn] er ekki vél, byggð eftir fyrirmynd til að vinna fyrirfram ákveðin verk, heldur tré, sem þarf að vaxa og dafna óhindrað í allar áttir…” Hann vildi meina að…
Lesa meiraKristinn Már Ársælsson, stjórnarmaður í Öldu flutti pistil á Rás 1 þann 1. maí 2013. Hægt er að hlusta á pistilinn á vef RÚV. Pistillinn er í heild sinni hér að neðan. Frá iðnbyltingu og fram á 20. öld snérist verkalýðsbarátta um grunnréttindi, s.s hvað varðar vinnutíma, aðbúnað, kaupgjald, verkfallsrétt, takmörkun á vinnu barna og…
Lesa meiraVið höfum misst sjónar á því hvers vegna við vinnum og stundum atvinnustarfsemi af ýmsu tagi. Í hugum flestra snýst vinna og atvinnustarfsemi um að afla sér tekna til að halda uppi lífsgæðum. Ný tækni sem eykur framleiðni gegni því hlutverki að auka lífsgæðin – og það sama gildi um nýja atvinnustarfsemi eins og álver…
Lesa meiraGylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, var í beinni línu á DV í gær. Hann var spurður spurningar um vinnutíma sem vakti athygli mína. Spurningin hljómaði svona: „Er það á dagskrá hjá ASÍ að stytta vinnuvikuna? Ef ekki, hvers vegna ekki?“ Svar Gylfa var: „Virkur vinnutími á Íslandi er í dag rúmir 37 tímar (við fáum kaffitímana…
Lesa meiraAllir sem hafa haldið utan um rekstur, t.d. heimilis, félags eða fyrirtækis, vita að ef tekjur duga ekki fyrir útgjöldum fer reksturinn á endanum í þrot. Þetta er ótrúlega einfalt. Ömmuhagfræði. Þú þarft að afla a.m.k. jafn margra króna og þú lætur frá þér. Í kjölfar hrunsins hefur ríkið tekið á sig miklar skuldir og…
Lesa meira