Upplýsingalögin

Aðgengi að upplýsingum skiptir miklu máli. Upplýsingar eru undirstaða upplýstrar umræðu. Án þeirra er engin vitneskja um stöðu mála. Engin umræða. Það er því mjög brýnt að aðgengi að upplýsingum um starfsemi hins opinbera sé tryggt. Svo er ekki í dag. Í raun er það ótrúlegt að aðgengið sé ekki tryggt fyrir almenning. Í lýðræðisríkjum…

Lesa meira

Seðlabankinn vill að við vinnum enn meira

Tvennt einkennir allt sem snertir vinnutíma á Íslandi. Annað er stöðnun: Vinnutími hefur lítið haggast undanfarna áratugi, ef horft er fram hjá tímabundinni styttingu á vinnutíma í kjölfar hrunsins. Sú tímabundna stytting var gerð til að spara peninga (yfirvinnubann og svo framvegis). Hitt er að umræða um vinnutíma er í skötulíki. Yfirleitt er rætt um…

Lesa meira

Vinnutími í Svíþjóð og á Íslandi: Við náum Svíum eftir 95 ár

Venjulegur vinnudagur í lífi íslendinga gengur svona fyrir sig: Vaknað um eða fyrir sjö á morgnana, mætt til vinnu klukkan átta, eftir að hafa komið við á leikskóla eða í grunnskóla. Klukkan fjögur eða þar um bil – jafnvel fimm – er haldið úr vinnu, komið við aftur í skóla. Stoppað í búð kannski áður…

Lesa meira

Skýrsla McKinsey um íslenska hagkerfið

Undanfarna daga hefur verið fjallað um skýrslu sem ráðgjafafyrirtækið McKinsey skrifaði. Skýrslan fjallar að miklu leyti um lélega framleiðni á Íslandi og eru lagðar fram tillögur að breytingum í þeim efnum. Markmið tillagna höfunda um aukna framleiðni eiga – segja höfundarnir – að auka lífsgæði á Íslandi, með auknum frítíma og aukinni neyslu. Þessi hugsun…

Lesa meira

Lýðræðisleg fyrirtæki og leiðin að betri framtíð

Lýðræðisleg fyrirtæki og leiðin að betri framtíð Hjalti Hrafn Hafþórsson     I Vandi kapítalismans Kapítalismi er bannorð í pólitískri umræðu á Íslandi. Þessi óskrifaða regla hefur verið nánast ófrávíkjanleg í rúm 20 ár eða síðan Sovétríkin féllu. Í hugum flestra er kapítalisminn óhjákvæmilegur hluti af veruleikanum sem við lifum í, jafn sjálfsagður og lögmál…

Lesa meira

Skilyrðislaus grunnframfærsla

Hér er einföld og kröftug hugmynd fyrir 21. aldar velferðarsamfélag: Að allir fái greidda fjárupphæð frá ríkinu sem nægi fyrir grunnframfærslu þeirra. Þessi fjárupphæð yrði borguð út á einstaklingsgrundvelli og ekki á nokkurn hátt skilyrt, hver og einn fengi hana greidda óháð vinnu eða öðrum tekjum. Kostir slíks fyrirkomulags eru margir. Sá fyrsti og augljósasti…

Lesa meira

Samvinnufélög á krepputímum

Nýverið kom út merkileg skýrsla frá Alþjóðlegu vinnumálastofnuninni (International Labour Organization) um stöðu samvinnufélaga í heimskreppunni. Það kemur á daginn að á meðan flest fyrirtæki á Vesturlöndum eiga undir högg að sækja þá standa samvinnufélög kreppuna mun betur af sér og sækja jafnvel í sig veðrið. Þetta er ekki aðeins tilfellið með núverandi heimskreppu heldur…

Lesa meira