Seðlabankinn vill að við vinnum enn meira

Tvennt einkennir allt sem snertir vinnutíma á Íslandi. Annað er stöðnun: Vinnutími hefur lítið haggast undanfarna áratugi, ef horft er fram hjá tímabundinni styttingu á vinnutíma í kjölfar hrunsins. Sú tímabundna stytting var gerð til að spara peninga (yfirvinnubann og svo framvegis). Hitt er að umræða um vinnutíma er í skötulíki. Yfirleitt er rætt um…

Lesa meira

Vinnutími í Svíþjóð og á Íslandi: Við náum Svíum eftir 95 ár

Venjulegur vinnudagur í lífi íslendinga gengur svona fyrir sig: Vaknað um eða fyrir sjö á morgnana, mætt til vinnu klukkan átta, eftir að hafa komið við á leikskóla eða í grunnskóla. Klukkan fjögur eða þar um bil – jafnvel fimm – er haldið úr vinnu, komið við aftur í skóla. Stoppað í búð kannski áður…

Lesa meira

Ályktun: Um styttingu vinnudags og ársþing ASÍ

Ársþing Alþýðusambands Íslands var haldið á dögunum. Á þinginu voru samþykktar ýmsar ályktanir, m.a. um atvinnumál og verðtryggingu. Engin ályktun fjallar hins vegar um vinnutíma og er hvergi minnst á vinnutíma í ályktunum þingsins. Alda harmar að ekkert aðildarfélag ASÍ og ekki heldur miðstjórn þess hafi séð ástæðu til að leggja fram ályktun um styttingu…

Lesa meira

Skýrsla McKinsey um íslenska hagkerfið

Undanfarna daga hefur verið fjallað um skýrslu sem ráðgjafafyrirtækið McKinsey skrifaði. Skýrslan fjallar að miklu leyti um lélega framleiðni á Íslandi og eru lagðar fram tillögur að breytingum í þeim efnum. Markmið tillagna höfunda um aukna framleiðni eiga – segja höfundarnir – að auka lífsgæði á Íslandi, með auknum frítíma og aukinni neyslu. Þessi hugsun…

Lesa meira

Skýrsla stjórnar 2011-2012

Ný stjórn var kosin fyrir árið 2011 -2012. Stjórnina skipuðu Björn Þorsteinsson, Halldóra Guðrún Ísleifsdóttir, Valgerður Pálmadóttir, Helga Kjartansdóttir, Sólveig Alda Halldórsdóttir, Hjalti Hrafn Hafþórsson, Kristinn Már Ársælsson, Magnús Björn Ólafsson og Sigrún Birgisdóttir. Fimm stjórnarmenn sátu áfram og fjórir nýir bættust við. Á síðasta aðalfundi var lögum félagsins breytt. Nafni félagsins var formlega breytt…

Lesa meira