Skýrsla McKinsey um íslenska hagkerfið

Undanfarna daga hefur verið fjallað um skýrslu sem ráðgjafafyrirtækið McKinsey skrifaði. Skýrslan fjallar að miklu leyti um lélega framleiðni á Íslandi og eru lagðar fram tillögur að breytingum í þeim efnum. Markmið tillagna höfunda um aukna framleiðni eiga – segja höfundarnir – að auka lífsgæði á Íslandi, með auknum frítíma og aukinni neyslu. Þessi hugsun…

Lesa meira

Skýrsla stjórnar 2011-2012

Ný stjórn var kosin fyrir árið 2011 -2012. Stjórnina skipuðu Björn Þorsteinsson, Halldóra Guðrún Ísleifsdóttir, Valgerður Pálmadóttir, Helga Kjartansdóttir, Sólveig Alda Halldórsdóttir, Hjalti Hrafn Hafþórsson, Kristinn Már Ársælsson, Magnús Björn Ólafsson og Sigrún Birgisdóttir. Fimm stjórnarmenn sátu áfram og fjórir nýir bættust við. Á síðasta aðalfundi var lögum félagsins breytt. Nafni félagsins var formlega breytt…

Lesa meira

Heilafóður: Keynes’ Jetpack

Mike Beggs skrifar um kapítalisma, hugmyndir Keynes, dreifingu auðsins og fleira: Socialists would surely agree with Keynes that while there is no cure for the human condition, the economic problem can indeed be solved. We would disagree that the solution will emerge smoothly and naturally out of capitalism. Jacobin writers have repeatedly made the case…

Lesa meira

Vel tekið í tillögur um styttingu vinnudags – félagsfundur framundan

Tillögur Öldu um styttingu vinnudags hafa hlotið góðan hljómgrunn hjá stéttarfélögunum. Nokkrir fundir hafa verið haldnir og eru fleiri framundan. Tillögurnar voru á dögunum teknar fyrir hjá Stéttarfélagi bókasafns- og upplýsingafræðinga. Stéttarfélagið beindi því Bandalags háskólamanna að halda félagsfund um málið. Bandalag háskólamanna er regnhlífarsamtök 25 félaga. Var enn fremur hvatt til að Alda væri…

Lesa meira

Stytting vinnudagsins: Alda í fréttum

Alda var í fréttum í síðasta mánuði vegna hugmynda um styttingu vinnudagsins og bæklingsins sem var sendur til stéttarfélaga og fleiri aðila. Stöð 2 tók viðtal við Kristinn Má í tilefni af því og frétt birtist á vef Morgunblaðsins. Smugan var líka með frétt. Fulltrúar félagsins hafa nú hitt formenn tveggja stéttarfélaga og fulltrúa frá…

Lesa meira

Stytting vinnudags: Efni til stéttarfélaga

Alda sendi nýlega bækling til flestra stéttarfélaga á Íslandi. Í bæklingnum eru reifaðar tillögur Öldu, um styttingu vinnudags. Bæklingurinn var einnig sendur til Samtaka Atvinnulífsins, Viðskiptaráðs og nokkurra ráðuneyta ríkisins. Viðtakendur voru samtals um 130 að tölu. Bæklingnum var fylgt eftir með ósk um fund með fulltrúum Öldu. Bæklinginn má nálgast hér að neðan: Vinnum…

Lesa meira