Íris Ellenberger stýrði fundi og ritaði fundargerð.
Mætt: Íris, Björn Brynjar, Hjörtur Hjartarson og Kristinn Már

1. Rætt um tillögur Kristins og Írisar til stjórnlagaþings (sjá hér að neðan). Hjörtur lagði til að fækka þingmönnum og láta kjördæmi standa eins og þau eru í dag. Íris og Kristinn útskýrðu að kjördæmum yrði haldið til að tryggja að fólk frá mismunandi bæjarfélögum kæmi að borðinu. Ef slembivalsaðferðin yrði farin þá myndi eflaust mæða of mikið á konum af landsbyggðinni á ákveðnum aldursbilum.

Rætt hvort ráðuneytisstjórar væru endilega bestu starfsmennirnir fyrir kjörnefndir til ráðherraembætta. Komist að þeirri niðurstöðu að nefndir ættu sjálfar að ráða sér starfsmann en ráðuneytum væri skylt að vera nefndum innan handar með upplýsingar og aðstoð. Einnig þyrfti að kveða á um að kosning væri leynileg.

Rætt um að almenningur ætti að geta krafist borgaraþinga líkt og þjóðaratkvæðagreiðslu. Varðandi þjóðaratkvæðagreiðslur var fallist á að 1/3 hluti þingmanna og 8 % kosningabærra manna ættu að geta krafist þjóðaratkvæðagreiðslu. Sama hlutfall kosningabærra manna getur einnig lagt frumvarp fram til þjóðaratkvæðagreiðslu.
Kristinn og Íris útfæra hugmyndir betur og leggja endurbættar tillögur fyrir næsta fund.

2. Hjörtur ræddi tillögur sínar um auglýsingar fyrir kosningar og fjármál stjórnmálaflokka. Hann ætlar að útfæra þær betur og leggja fyrir hópinn á næsta fundi.

3. Björn Brynjar ræddi hugmyndir sínar um hvernig mætti bæta umræðumenningu á þingi og benti sérstaklega á kenningar um „deliberative democracy“.

4. Íris og Kristinn munu skrifa grein í fjölmiðla þar sem almenningur er hvattur til að senda tillögur inn til stjórnlagaþings.

Fundi slitið kl. 22:35

Næsti fundur verður haldinn þriðjudaginn 25. janúar klukkan 20.30 í Hugmyndahúsinu.

One Thought to “Fundargerð – stjórnlagaþingshópur 11. janúar”

  1. Nils Gíslason

    Ég var að kynnast þessu fundarstarfi núna fyrst og lýst afar vel á það. Ég hef orðið var við vaxandi áhuga hugsandi fólks á því að hafa áhrif á framvindu mála, og ´´eg tel að þar sé verulegur óplægður akur sem þurfi að plægja upp og koma grósku í, landi og þjóð til blessunnar.
    Nils

Comments are closed.