Stjórnarfundur verður haldinn þriðjudaginn 1. febrúar kl. 20:30 í Hugmyndahúsinu, venju samkvæmt (alltaf stjórnarfundur fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði). Meðal annars verður rætt um Stjórnlagaþingið og tillögur félagsins að breytingum á stjórnarskránni, dagskrá fundarins auglýst hér með. Allir velkomnir eins og alltaf. 

Dagskrá fundarins

1. Niðurstaða hæstaréttar og stjórnlagaþingið
2. Tillögur félagsins til stjórnlagaþingsins
3. Fundur um Wikileaks og upplýsingamál
4. Vefsíðan
5. Staðan í vinnuhópum
6. Önnur mál

Stjórnlagaþingshópurinn gengur frá tillögum til stjórnar á mánudagskvöld og verða þær birtar á vefsíðunni fyrir hádegi á þriðjudag til kynningar. Drög að tillögum hópsins er hægt að skoða á vefsvæði félagsins.