Sunnudaginn 29. maí býður Lýðræðisfélagið Alda til málþings um lýðræði í fyrirtækjum. Þrír stjórnarmenn í félaginu, Björn Þorsteinsson, Helga Kjartansdóttir og Sólveig Alda Halldórsdóttir munu kynna umræðuefnið. Að loknu kaffihlé verður opnað fyrir almennar umræður.

Málþingið hefst kl. 14 í fyrirlestrasal Listaháskóla Íslands Skipholti 1 á gatnamótum Skipholts og Stórholts. Gengið er inn í húsið Skipholtsmegin.

Málþingið er öllum opið og eru félagsmenn sem aðrir eindregið hvattir til að mæta og taka þátt í samræðu um nauðsynlegar lýðræðisumbætur.

Lýðræðisfélagið Alda telur nauðsynlegt að hagkerfið og fyrirtækin lúti reglum lýðræðisins og að í fyrirtækjum hafi hver starfsmaður eitt atkvæði til jafns við aðra. Lýðræðislega rekin fyrirtæki miða eðli málsins samkvæmt að öðru en skammtímahagnaði, t.d. að sjálfbærum rekstri, gagnsæjum stjórnarháttum, atvinnuöryggi, launajöfnuði og góðum félagslegum aðbúnaði starfsmanna.