Lýðræðið

Hrunið leiddi í ljós hvernig völd þjappast á hendur fárra þegar ekki er gætt að reglum lýðræðisins. Stjórnmálamenn og bankastjórar sögðu allt í himnalagi. Ráðamenn blekktu almenning. Fundir að næturlagi voru sagðir ósköp eðlilegir. Svo hrundi allt saman og sannleikurinn kom fram í dagsljósið. Ekki einu sinni ráðherra bankamála fékk að vita hvað var að…

Lesa meira

Hver er hræddur við lýðræði … í fyrirtækjum? Málþing 29. maí kl. 14.00-16.00

Sunnudaginn 29. maí býður Lýðræðisfélagið Alda til málþings um lýðræði í fyrirtækjum. Þrír stjórnarmenn í félaginu, Björn Þorsteinsson, Helga Kjartansdóttir og Sólveig Alda Halldórsdóttir munu kynna umræðuefnið. Að loknu kaffihlé verður opnað fyrir almennar umræður. Málþingið hefst kl. 14 í fyrirlestrasal Listaháskóla Íslands Skipholti 1 á gatnamótum Skipholts og Stórholts. Gengið er inn í húsið…

Lesa meira

Fundur í málefnahópi um lýðræði á sviði stjórnmálanna 11. maí

Málefnahópur um lýðræði á sviði stjórnmálanna verður haldinn miðvikudagskvöldið 11. maí kl. 21 í Hugmyndahúsinu, Grandagarði. Dagskrá fundarins: 1. Áframhaldandi kynning og umræður um tillögur til stjórnlagaráðs. 2. Aðgerðir til að vekja athygli á stefnu Öldu varðandi lýðræði á sviði stjórnmálanna (sjá http://lydraedi.wordpress.com/2011/04/26/stefna-lydraedisvaedum-stjornmalin/). 3. Önnur mál. Allir velkomnir sem endra nær!

Lesa meira

Stjórnarfundur 3. maí

Stjórnarfundur verður haldinn annað kvöld í Hugmyndahúsinu að Grandagarði 2. Fundurinn hefst klukkan hálfníu og dagskráin er eftirfarandi: 1. Upplýsingalög 2. Fjölmiðlalög 3. Tillögur til stjórnlagaráðs 4. Umfjöllun um Ölduna 5. Önnur mál Sjáumst þar!

Lesa meira