Miðvikudag, 26. október 2011, að Brautarholti 4 (Grasrótarmiðstöð).

Fundur settur kl. 20:35.

Fundarstjóri var Dóra Ísleifsdóttir. Ritari fundar var Katrín Oddsdóttir. Mættir voru Margrét Pétursdóttir, Anna, Magnús Bjarnarson, Kolbrún Oddsdóttir, Kata Oddsdóttir, Guðni Karl Harðarson, Guðmundur Ragnar, Sólveig Alda Halldórsdóttir, Dóra Ísleifsdóttir.

Dóra (fundarstýra) kynnir dagskrá.

Kynningarhringur:Allir kynna sig.

Við köllum eftir því hér og víða að fólk sameinist um verkefni sem þarf að vinna og það er endalaust hægt að gera ef á að gera raunverulegar breytingar, frá endurvinnslu og í stærri verkefni.

Fyrsti liður á dagskrá
Samantekt umræðuefna og hugmynda fá fyrri fundum lögð fram (meðfylgjandi hér neðst) og tillaga um að leggja þetta fyrir hópinn til skoðunar og öllum aðgengilegt. Niðurstaða er að vinna að skipulagi verkefnahópa í kringum viðfangsefni.

Annar liður á dagskrá
Guðni kynnir hugmynd sína: (Sjálfbærnimiðstöð eða sjálfbærniþorp, samstarfsvettvang, samfélag, rannsóknar- og tilraunastöð). Hugmyndin snýst um að sameina fólk á svæði og byggja upp net. Sjálfbærnimiðstöð verði aðstaða til að koma saman og vinna að verkefnum á svæðinu. Þar sé rými fyrir bæði leik og starf. Þannig sé skapaður miðpunktur fyrir landsvæðið sem á einnig tengingar annað.

Venjulega vinnur fólk verkefni hvert í sínu horni sem tengjast ekki og kynnist ekki hvort öðru.Samhjálpar möguleikar eru miklir.Af hverju staðurinn? Það er einungis tillaga en svæðið er rétt norðan við Búðardal. Mikið landbúnaðarsvæði. Stóreykst umferð ef e-ð slíkt er í gangi. Ef þetta gengur þarna þá myndi það ganga annars staðar því það er fremur erfitt að gera þetta þarna. (sýnir kort). Umferðin að vetri til kemur frá Hólmavík og niður. Fólk er hætt að fara aðrar leiðir. Starfsemi á veturna yrði í gangi með sölu á veitingum o.þ.h. og þjónustu, eins og nokkurs konar félags- og þjónustumiðstöð. Þegar minna er um ferðaþjónustu o.þ.h. (athing.is (?) þar voru smærri sjálfbærnifyrirbæri að störfum).

Dóra veit um nokkur verkefni sem eru innan LHI (t.d. samstarf við bændur) á þessu svæði. Saltverksmiðja er að opna fyrir vestan sem er einmitt svona fyrirtæki. Svo má nefna Vatnavini, verkefni sem arkitektar og fleiri eru með og það er hugmynd sem byggist á að nýta staði sem eru náttúrulegir og eru í ferðaþjónustu. Þar hafa orðið til samskiptanet sem virka frábærlega þó það sé ekki fullkomið. Stuðningsumhverfi fyrir alla hefur myndast í kringum þetta sem Dóra telur að geta búið til kraftaverk. Magga: líka í kringum íslenska matar menningu. Dóra: Til verða borgarafundir þar sem fólkið á svæðinu er að skapa og vinna verkefni saman og vinna með vatnið og náttúrulegar laugar o.þ.h. Dóra telur að hlutir spretti líka út frá þessu á nátturlegan og lífrænan hátt.

Magnús: þegar hann bjó sem bóndi í Skagafirði var þar lághitasvæði sem hefði mátt nota í fiskeldi og til að þurrka sláturúrgang o.þ.h. gæludýrafóður. Á Hornafirði er ekki langt síðan stofnuð var verksmiðja um humarsúpu/skel … þetta telur hann vera sjálfbært verkefni sem ætti að horfa til. Þarf að vera undirstaða sem gefur tekjur og er arðvænleg. Eins og með humarinn sem hefur gengið mjög vel. Allur sláturúrgangur er urðaður á Suðurlandi en væri eins hægt að búa til súpu úr honum og að hugsa frekar út frá einhverju þannig … huga vel að þeim fiski sem er notaður á Íslandi fyrir þjóðina að hægt sé að ná með handfæraveiðum / innlendri orku. Að heimamenn geti veitt og mettað markað fyrir heimamenn, aukið þannig heilbrigði fæðu sem er ódýrari og fullnýtt og jafnvel búið eitthvað til úr því sem fæst úr handfærum sem er btw alheilbrigðasta veiði aðferðin að hans mati. Miðin í kringum landið eru að verða eins og bílastæði, slétt í botninn út af eyðileggingu á botninum. Þetta er hluti af sjálfbærni. Við eigum að hugsa stórt ef við ætlum að gera eitthvað.

Magga: stefna Norðurlandanna um sjálfbæra þróun er sífellt í uppfærslu, ágæt og viðamikil stefna. Heitir Sjálfbær þróun, ný stefna fyrir Norðurlönd. Er á netinu segir Dóra.

Guðni: Hugmyndin gengur út á að fólki komi saman og vinni saman, tengja saman fólk sem er að vinna sína vöru o.þ.h. Fólk tengist í leik og starfi. Vitnar í skjal sem hann hefur útbúið sem lýsir þessu enn betur. Miðpunktur sem stýrir og opnar leið að minni svæðum.

Magnús: talaði við forstöðumann SÍS að setja upp fimm setur á Reykjavíkursvæðinu til að kynna framleiðslu og möguleika til skoðunarferða og annað á þessum svæðum. Með því að tengja saman yrði grundvöllur til að fá eflingu frá hvort öðru osfrv. Fór með tillöguna til Halldórs Halldórssonar.

Kolla: SÍS hefur starfað með umhverfisráðuneytinu í að vinna að sjálfbærni sveitarfélaganna í mörg ár. Stefán Gíslason umhverfisfræðingur hefur stýrt þessu en ekki hefur fengist peningur undanfarin ár í þetta þó að lög kveði á um aukna sjálfbærni. Henni sýnist starfið hafa dalað undanfarið ár, kannski þarf annan strúktur. Kolla kemur með staðardagskrá 21 sem var gerð af henni og fleiri fyrir Hveragerði. Sniðugt að halda öllum leiðum opnum og vinna að þeim en bæta alltaf nýjum verkefnum og leiðum við.

Dóra: Frábært að Guðni hafi komið með þessa hugmynd inn í Ölduna. LHÍ og HR bjuggu til Hugmyndahús Háskólanna, þar var fólk sett saman í pláss og mátti vinna að hverju sem það vildi. Rammi, kaffi, net, starfsmenn en lítið meira. Kraftaverk varð. Svona verkefni eins og sjálfbærniþorp er það sama og hugmyndahúsið nema á stærri skala og með því að fara með það út fyrir höfuðborgarsvæði væri hægt að búa til þetta net af fólki en einnig segir hún að það væri e.t.v. áhugi hjá skólunum á að koma inn í svona verkefni sem gæti verið sterkt bakland. Vonandi getum við búið til verkáætlun fyrir þetta módel þar sem hægt er að fara í stóran eða smáan skala. Kannski að búa aftur til samfélag á stað þar sem samfélagið er orðið tætt. Nemendur í gætu lagt fram tilraunastarfsemi, t.d. finna út hvernig hægt er að nýta það sem verið er að sóa í dag, sbr. t.d. samstarfsverkefnið við bændur. Leitað að ónýttum gæðum og nýtt. Þróa leiðir til að kerfin á svæðinu virki. Starfsmönnum LHÍ hefur verið boðið á Höfn þar sem slíkt rannsóknarsetur er til staðar og sveitarfélagið hefur tekið sig saman við að nýta allt betur og netið þar er komið og þau reyna að sækja þangað fólk til að bæta við sig þekkingu og lífi. Hún trúir að þetta sé eina leiðin til að rífa upp og losa út úr niðurdrepandi þankagangi.

Magnús: bendir á að punkturinn sem m.v. í hugmynd Guðna sé fáfarið svæði. Hann bendir á Laugarbakka í Miðfirði þar sem er mikið heitt vatn, ónýtt húsnæði, gott varðandi slátur o.þ.h., gegnumstreymi fólks, fiskur á Skagaströnd, Hvammstangi. Þar væri hægt að nýta marga þætti, mikið af fólki á þessu svæði, engin atvinna á Hvammstanga … akkúrat í þjóðbraut. Magnús tekur dæmi um hús sem hann var með: góð hugmynd er ekki endilega framkvæmanleg því fólk getur skort tilfinningagreind.

Anna: úrgangur er núna jarðaður og fer í vatnið. Það verður einhvers staðar að stoppa það.

Guðni: Við þurfum fólk til að vera saman innan um hvort annað þá verður til hvati að hugmyndavinnu. Blanda saman leik og starfi og mynda þannig kjarna. Þannig má blanda inn í fríríki, sjálfbæru svæði. Hvernig eigum við að koma svona dæmi í gang? Fjármagna o.s.frv.

Guðmundur Ragnar: Mikið í þessum pælingum. Hann var í þingnefnd um Eflingu græns hagkerfis á Íslandi. Skýrslan er á netinu og heitir Grænt hagkerfi. Nú er þessi skýrsla komin í aðra fastanefnd á vegum þingsins. Það er hægt að fara fyrir þá nefnd (Alda) sem getur sótt um að vera með fulltrúa, erindi oþh. Vekja athygli á viðhorfum okkar. Hann telur að þessi hugmynd eigi jafnvel farveg í þessari nefnd og hann vill vinna að því að koma henni á það form.

Guðni dreifir spurningum. (Verða aðgengilegar á síðu sem Guðni hefur sett upp fyrir verkefnið frá föstudegi 28. okt. 2011. Tengill á þá síðu verður http://samfelagvesturs.weebly.com )

Guðni: fyrst kallaði hann þetta svæðisþorp, sendi hana á nokkra aðila t.d. í Dalabyggð og víða á Vesturlandi og -fjörðum. Viðbrögð frá nokkrum aðilum, t.d. tekið fyrir í sveitarstjórn. Einn slappur fundur og ekki meiri viðbrögð í kjölfarið. Yfirleitt jákvæð viðbrögð, utan einn sem var hræddur við miðstýringu. Þurfum að mynda kjarna fleiri atriða sem við getum gert til að vinna öll þessi atriði áfram.

Margt rætt í kringum framkvæmdir og næstu skref í átt að sjálfbærniþorpi:

Það þarf að tala um þessar hugmyndir sem víðast. Koma þessum málefnum inn á borð bændasamtaka, inn til sveitarfélaga o.s.frv. Við ætlum ekki að vera eigendur að slíkri hugmynd, heldur vinna henni brautargengi og þess vegna gefa hana frá sér. Rætt um mikilvægi þess að samtal eigi sér stað milli allra er málið varðar. Hægt væri t.d. að halda „sjálfbærnilausnaþing“ þar sem farvegur gæti opnast á slíkt samtal. Seinna þegar sjálbærniþorpið er orðið að veruleika 🙂 verður það miðstöð fyrir slíkt samtal.

Mikilvægt að kynna hugmyndina fyrir fólki og koma að því úr mörgum áttum.
Rætt um að leggja rækt við einn stað, ekki eyða púðri í of mikið í einu. Það verður að prófa þorpið og sýna þannig fram á að það virki. Í listum er framkvæmt, módelin eru ekki eingöngu teiknuð upp, heldur líka byggð og prófuð. Menntun er alls ekki atriði. Það þarf að vera góð blanda af þekkingu staðarfólks og sérfræðiþekkingu sem verkefnið byggir á.

Ekki þarf að negla staðsetninguna fyrir sjálfbærniþorp. Heldur finna hvar er áhuginn til staðar. Tillögur að staðsetningum geta fylgt með sem dæmi. (Laugabakki, Laugar á Reykjadal, Egilsstaðir, Hvolsvöllur). Suðurland er mikið landbúnaðarsvæði en þar er verið að kaupa hráefni sem hefur ferðast alveg til Reykjavíkur en er þaðan. Það vantar co-op í þetta.
Á Höfn er vísir að svona setri, ferill farinn í gang. Á Höfn er í raun verið að byggja upp svona samfélag. Má skoða það. Brynhildur Davíðs og Kristín Vala í HÍ voru í Bændablaðinu að tala um sjálfbæran landbúnað.
Í Hafnarfirði var t.d. uppi sú hugmynd að reisa ECO þorp. En það vantaði fleira fólk að því verkefni.

Alls kyns lausnir til. Til dæmis að nota gler í kringum húsin sín, jafnvel utan um þau til að nýta varmann og rækta grænmeti eða annað. (Ólafur Sigurðsson arkitekt.)

Magnús talaði um að bændur ættu að vera landverðir og að þeir sem vilji ekki framleiðslutengda styrki fái þannig landvörslustyrki, þ.e.a.s. borgað fyrir að halda landinu hreinu, týna rusl, taka til, laga girðingar osfrv. Eykur möguleika og er atvinnuskapandi. Gerir lífið á svæðinu betra. Þetta gæti tengst sjálfbærniþorpinu.

Fjárstyrki væri hægt að sækja til evrópu. Arkitektar eru nú að vinna í sjálfbærnipælingum og fá til þess háa evrópustyrki. Tala við sparisjóði um þolinmótt fé. Í Græna hagkerfisskýrslunni er eitthvað minnst á lægri skatta á græn verkefni – vert að skoða það. Hægt að sækja um frumkvöðlastyrk í nafni Öldu og jafnvel með stuðning frá LHÍ. (Guðni, Magnús og Kolla skoða það).

Sækja í reynslu vistvænna bænda, t.d. Eymundar í Vallarnesi – Móðir jörð. Hann hefur mikla reynslu og er brautryðjandi. Fær sjálfboðaliða frá ýmsum stöðum í heiminum „vúffarar fólk sem kemur til að vinna gegn gistingu og mat. Fullt af fólki til í það. „Seeds líka. Endilega að heyra í þessu fólki. (Rudolf Steiner). Magnús ætlar að tala við það fólk sem hann þekkir, sem hefur áhuga eða sambönd.

Guðni bendir á grein í blaði sem fjallar um nýjar lausnir í byggingum og vill innleiða nýjan hugsunarhátt; sjá Sigríður Björk Jónsdóttir (framkvæmdastýra Vistbyggðaráðs), grein á bls. 15 í fbl 25 okt. 2011. Við ættum að tala við Vistbyggðaráð.
– Framleiðnisjóður landbúnaðarins.
– Atvinnuveganefnd Alþingis.

Nú þarf að smíða ofan á hugmyndina hans Guðna og útfæra nánar. Markmið fundarins er að hefja þá vinnu og skipuleggja næstu skref. Landvernd og Félag umhverfisfræðinga vill vera í samstarfi við Öldu. Virkja þau.

Magnús, Guðni og Guðmundur Ragnar ætla að halda áfram með Græna-hagkerfis-pælinguna. Þurfa að lesa skýrsluna fyrst. Alda þarf að kvitta upp á að þessir aðilar komi frá hennar vegum.

Heimaverkefni:
1. Lesa skýrslu um Græna hagkerfi (Guðm. ekki nauðsynlegt að lesa hana alla bara að komast inn á nefndarfundinn með þessa hugmynd). Pælingar í skýrslunni eru að veita skattaafslátt oþh.
2. Lesa skýrslu Guðna. Guðni ætlar að koma efninu á netið fyrir föstudag. Dóra sendir þetta á netföng og setur á heimasíðu Öldu.
3.Kolbrún, Magnús og Guðni ætla að hefja vinnu við að útbúa grunnskjal umsóknar um fjármögnun. Guðni ætlar að sjá um að hóa þeim saman. Dóra mun setja skjalið upp þegar að því kemur.

Netföng mættra (áhugasamir hafi endilega samband og bæti sér á listann):Magga: gundog@mmedia.isAnna: (ekki með virkt netfang núna) sími: 695 6574Magnús: dagrenning@internet.isKolla: kolbrun@torf.isKata: katao@yahoo.comSólveig: solald@gmail.comGuðmundur: ragnar@this.isGuðni: gudni@simnet.is, kallamigkalla@gmail.comDóra: dix@internet.is

Liður 3, önnur mál:
Verkefni hópsins
11. nóvember er síðasti séns til að koma með athugasemdir á skýrsluna. Aldan ætti að gera áætlun um að hvað hefði mátt rata inn meira.Panta tíma sem fyrst hjá nefndinni. [Sólveig Alda?]
Magnús talar við systur sína sem er frumkvöðull að menningar- og listatengdri ferðaþjónustu, Halldór Halldórsson (SÍS) og Tryggva Harðarson (sveitarstjórnarmaður Seyðis o.fl.)
Finna erlend dæmi sem styðja við þessar pælingar. Á Ítalíu, „Damanhur (Sólbjört Guðmundsdóttir ofl. fluttu inn sendiherra þaðan hingað „Esperite Ananas. Soldið lokað kult-samfélag en samt hægt að læra af þessu).
Tala við Magnús Jensson arkitekt um að fá dæmi. Á Bretlandi eru líka svona samfélög sem Guðmundur þekkir til (byggingaleyfisvandræði).
Búa til stórt net af fólki um verkefnið. Tala við fólk um hugmyndina út frá því hvar það er statt sjálf og byggja upp samstöðu.

Fundi slitið 22.30

Næsti fundur verður miðvikudaginn 3. nóvember, kl. 20:30 að Brautarholti 4 (Grasrótarmiðstöð) 

Meðfylgjandi samantekt hugmynda og mögulegra verkefna frá fyrsta starfsári:

Sjálfbærni(Skilgreina? Eða hafa opið og þróa. Ath. líka fyrirliggjandi skilgreiningar um „Sustainable development“ / Sjálfbæra þróun.)

Sjálfbær framleiðsla vöru og þjónustu (hringrás)– Öll starfsemi / framleiðsla fyrirtækja og stofnana

Sjálfbær nýting auðlinda-Auðlindir eru sameign – Hráefni er auðlind (þ.m.t. náttúrulegt hráefni og sorp / úrgangur) – Náttúran er auðlind

Félagsleg sjálfbærni– neyslusamfélag vs. sjálfbært framleiðslusamfélag

Neytendavernd– (kalla til sérfróða um neytendavernd og ESB löggjöf þar um. Tillaga um Bergþóru Skúladóttur, MAST, finna sérfræðinga um neytendavernd og matvælaframleiðslu)

Vinnupunktar fram að 13. apríl 2011.

  1. Orku- og auðlindanýting (í eigu þjóðarinnar … hvað þýðir það?)
  2. Neytendavernd (nýtt orð fyrir neytanda? sbr. prosumer) – ný lög um neytendavernd?
  3. Upplýsingaskylda fyrirtækja og stofnana um framleiðslu og aðferðir frá A-Ö
  4. Auðlindavernd (umhverfi, matarkista og fólk)5.Valdefling einstaklinga og smærri samfélagseininga?

Samvinna við náttúruna (biomicry)
Samkeppni án eyðileggingar
Orkunýting, nýting auðlinda
Upplýsingaskylda fyrirtækja um framleiðslu frá uppruna að smásölu

Upplýsingar um neysluvöru og þjónustu (vottunarkerfi?)
Samgöngur og aðrir strúktúra
Aukin gæði
Heildræn hagkvæmni – engin sóun

Almenn velferð og gildismat
Ecological justice movement (vulnerability)
Lýðræði kemur í veg fyrir neyslu-sjálfskúgun (nýtt gildismat)
Vinnutími og framleiðni – aftengja neysluþörf – valdefling
Innflutningslög og reglur sem fylgja íslenskum lögum um mannréttindi og vinnustaðla (réttindi launafólks). Vara (o.s.frv) komi ekki til landsins hafi íslensk lög verið brotinn við framleiðslu hennar. Þar með gerum við þegna annarra ríkja að „moral constituents“.
Hvaða takmarkanir setur Alþjóðaviðskiptastofnun?
erum við skuldbundin með lagaramma úr alþjóðlegum lagaramma (eða EES).
Macro og micro stefna

Sara gerir tillögu að því að nota orðið sjálfbærni sem minnst vegna þess hversu loðið og óskilgreint hugtakið er stundum. Eða ofnotað. Sátt er um að lýsa hugmyndum með konkret tillögum og orðalagi.

Samþykkt að safna upplýsingum um staðla og vottunarkerfi. T.d. Svansmerkið ofl. Ætti að snúa vottunarkerfi við — þannig að lög og reglur banni misnotkun á manni og náttúru — þeir sem gerast brotlegir fái rauða spjaldið. Í stað þess sem er að kaupa / sækja þurfi um vottun á gæðum.

Gústav stingur uppá að fyrirtæki geti auglýst afföllin sín. Sara tekur undir og talar um lífrænan úrgang (t.d bein) og verðmæti hans sem hráefnis.

Polyculture, hvernig framleiðslukeðjur má skapa með náttúrunni.

One Thought to “Fundargerð – Málefnahópur um sjálfbært hagkerfi 26. okt. 2011”

  1. […] Nánari upplýsingar má finna í fundargerð frá 26. október síðastliðnum. […]

Comments are closed.