Blásið er til fundar í málefnahópi er stefnir að lýðræðisvæðingu stjórnmálanna og veitir ekki af. Haldnir eru landsfundir stjórnmálaflokka um þessar mundir hvaðan fáar tillögur til alvöru lýðræðis- og sjálfbærniumbóta berast. Almenningur tjaldar á götum úti til þess að ræða saman á jafnræðisgrundvelli um samfélagsmál. Enda tækifærin til þátttöku lítil í lýðræðisríkjum og þátttaka í stjórnmálaflokkum fer dvínandi, enda traust á stofnunum lýðræðisins hverfandi. En örvæntum ekki heldur leggjum hönd á plóg við að bæta og breyta. Meðal verkefna sem Alda hyggst ráðast í er að teikna upp fyrirmyndar stjórnmálaflokk. Hvernig virkar alvöru lýðræðislegur stjórnmálaflokkur? Hvernig má koma í veg fyrir baktjaldamakk? Og ekki síður, hvernig lítur grunnstefna stjórnmálaflokks í lýðræðismálum út?

Alda ætlar ekki í stjórnmálin heldur býður stjórnmálaflokkunum upp á fyrirmyndar tillögur, ókeypis! (Drög að hugmyndum til umræðu verða sett á vef Öldu fyrir fundinn en allir hvattir til að kynna sér málin og leggja höfuðið í bleyti.) Einnig verður rætt um önnur verkefni, s.s. vefsíðugerð og gagnagrunna þar sem safnað verður saman öllum flottustu tilraunum í átt að alvöru lýðræði sem reynd hafa verið út um allan heim. Allir velkomnir, eitt atkvæði á mann! Fundurinn er haldinn í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4 og hefst kl. 20:30.

Dagskrá
1. Starf hópsins
2. Fyrirmyndar stjórnmálaflokkur
3. Leiðbeiningar fyrir byrjendur: Alvöru lýðræði – vefsíða
4. Önnur mál

One Thought to “Fundarboð – Lýðræðisvæðum stjórnmálin 14. nóv.”

  1. […] 14. nóvember verður fundur í málefnahópi um lýðræðisvæðingu stjórnmálanna. Fundurinn er haldinn að Brautarholti 4 og hefst kl. 20:30. Meðal efnis á fundinum eru umræður […]

Comments are closed.