Á morgun, föstudaginn 11. nóvember, verður málstofa í Hriflu í Háskólanum á Bifröst. Frummælendur eru þau Bryndís Hlöðversdóttir rektor og Jón Ólafsson aðstoðarrektor í pallborði sitja auk þeirra Katrín Fjeldsted, sem sat í Stjórnlagaráði, og Kristinn Már Ársælsson, stjórnarmaður í Öldu. Yfirskrift málstofunnar er „Stendur ný stjórnarskrá vörð um lýðræðið“.
Málstofan hefst klukkan 12.00 á hádegi og Alda hvetur alla til að mæta.

Málstofan er hluti af samstarfi lagadeilda háskólanna sem standa sameiginlega að fjórum málstofum um tillögur stjórnlagaráðs.