Mættir voru: Halldóra Ísleifsdóttir, Sólveig Alda sem stýrði fundi, Tryggvi Hansen, Hulda Björg, Júlíus Valdimarsson, Guðmundur Hörður, Guðni Karl, Björn Þorsteinsson, Kristinn Már er ritaði fundargerð og Hjalti Hrafn.

1. Stytting vinnutíma.

Sendum út tillögur félagsins um styttingu vinnutíma fyrr í sumar, um 120 eintök á stéttarfélög og aðra aðila sem koma að kjarasamningum. Óskað var eftir fundum með þeim sem fengu tillögurnar sendar. Nú þegar hafa fulltrúar félagsins hitt fulltrúa BSRB í nefnd ríkisins um styttingu vinnutíma sem sett var á fót fyrr í sumar. Áætlaðir fundir með ASÍ og öðrum stéttarfélögum verða á næstu vikum. Nokkuð var fjallað um tillögurnar í fjölmiðlum í sumar. Á fundinum var mikil ánægja með framtakið. Mikilvægt að stytting vinnutíma verði eitt af helstu kosningamálum. Áhugi var fyrir því að nefnd ríkisins um styttingu vinnutíma héldi málþing og stæði fyrir opinni umræðu um málið. Sagt verður frá framgangi málsins af hálfu Öldu á vefsvæði félagsins.

2. Ráðstefna um beint lýðræði

Alda hefur átt í samskiptum við innanríkisráðuneytið varðandi ráðstefnu um beint lýðræði sem er framhald á ráðstefnu sem haldin var síðasta haust í ráðhúsinu. Þar hélt Íris Ellenberger erindi fyrir Öldu um beint lýðræði. Alda hafði samband við Participatory Budgeting Project  (PBJ) og óskaði eftir ábendingum um fyrirlesara á ráðstefnuna. PBJ hefur unnið að innleiðingu á þátttökufjárhagsáætlunargerð í New York að undanförnu og Erik Olin Wright mælti með þeim. Alda kom ábendingum PBJ á framfæri við ráðuenytið.

3. Hópastarfið

Hagkerfishópurinn. Gengið var frá þingsályktunartillögu um lýðræðisleg fyrirtæki fyrir sumarfrí. Leitað var til Sameinuðu þjóðanna um að fá að nota merki árs samvinnufélaga sem nú stendur yfir. Með því fylgir upplýsingapakki sem hugmyndin er að þýða á íslensku og láta fylgja með tillögum Öldu. Mikilvægt að fá þingsályktunin flutta og samþykkta á Alþingi sem fyrst. Lögð verður áhersla á að kynna lýðræðisleg fyrirtæki. Ráðstefnu með Mondragon samsteypunni var þó frestað vegna þess að gríðarlegur fjöldi ráðstefna er á næstunni erlendis á alþjóðlegu ári samvinnufélaga.

Menntakerfið. Kristinn Már og Hjalti fóru og kynntu hugmyndir Öldu á fundi leikskólastjóra. Mikill áhugi hjá leikskólum að lýðræðis- og sjálfbærnivæðast. Nú þegar hafa tveir leikskólar farið af stað í því að byggja upp lýðræðisleg ferli í starfinu hjá sér og hafa leitað til Öldu. Fleiri leikskólar hafa óskað eftir fundum. Boðað verður til fundar í menntahópnum bráðlega.

Sjálfbærnihópurinn. Þrjú verkefni í vinnslu:

Stefnan í sjálfbærnimálum er á lokastigi. Ráðgert er að halda málþing um sjálfbærniþorp og kynna áherslur Öldu á málþingi síðar í haust eða vetur. Þessi mál og önnur verða rædd á næsta fundi hópsins.

Hópur um skilyrðislausa grunnframfærslu. Hjalti Hrafn hélt námskeið í Róttæka sumarháskólanum sem var vel sótt. Hópurinn var stofnaðu fyrr á árinu og hélt tvo góða fundi þar sem margir mættu. Unnar verða tillögur á næstunni og staðið fyrir opinberri fræðslu.

Hópur um lýðræði á sviði stjórnmálanna. Hópurinn vann nýlega tillögur um stefnu fyrir stjórnmálaflokka í lýðræðismálum. Unnið er að því að kynna tillögurnar stjórnmálaflokkum og opinberlega. Hópurinn vann einnig tillögur að lýðræðislegu skipulagi stjórnmálaflokka og hefur verið að kynna þær. Dögun hefur m.a. nýtt sér þær tillögur. Píratapartíið óskaði eftir að hitta fulltrúa Öldu og ræða um skipulag stjórnmálaflokka og beint lýðræði. Hjalti og Halldóra fóru fyrir hönd Öldu og áttu góðan fund með fulltrúum Píratapartísins, sem leggur áherslu á beint lýðræði. Hópurinn vinnur einnig að verkefni þar sem upplýsingum um lýðræðisleg ferli sem reynst hafa vel eru kynnt og veittar upplýsingar um innleiðingu slíkra ferla (Real democracy now!). Hópnum barst beiðni frá Dögun um að vinna tillögur að siðareglum fyrir stjórnmálaflokka. Beiðnin verður tekin fyrir á næsta fundi hópsins sem verður haldinn bráðlega.  Loks vinnur hópurinn að því að halda borgarafundi í haust þar sem almenningur kemur saman og ræðir málefni samfélagsins á jafnræðisgrundvelli í þátttökuferli.

Rætt hefur verið um að stofna fjölmiðlahóp. Nokkrir hafa sýnt áhuga á að taka þátt og verður kannað hvort mögulegt sé að stofna hópinn fyrir aðalfund en að öðrum kosti að loknum aðalfundi.

Greint var frá stöðu mála í vinnuhópi um styttingu vinnutíma í 1. lið fundargerðarinnar.

4. Aðalfundur félagsins skal haldinn á tímabilinu 15. september til 15. október og var ákveðið að hann skyldi haldinn 29. september. Nánari tímasetning ákveðin á næsta stjórnarfundi. Slembivalið verður kynnt sem fyrst en samþykkt var á síðasta aðalfundi að tveir fulltrúar af níu í stjórn skuli valdir með slembivali. Félagsmönnum gefst færi á að segja sig frá slembivalinu og verður það kynnt ítarlega á næstunni.

5. Vefsíðan. Samþykkt var á fundinum að Guðmundur D. Haraldsson tæki að sér vefstjórn á alda.is. Lögð verður áhersla á að efla vefinn og auka þar greinarskrif og miðlun upplýsinga sem tengjast starfi og málefnum félagsins. Rætta var um að koma öllum skjölum, tillögum og ályktunum félagsins fyrir á einum og áberandi stað. Einnig að lyfta þurfi því upp að allir mega senda inn efni á vefinn.

6. Önnur mál. Félagsmönnum fjölgar jafnt og þétt og nokkuð er um skráningar í hverri viku. Það er hægt að skrá sig í gegnum vefinn.

Hjalti bjó til kynningarsnepil fyrir þá sem eru að mæta í fyrsta skipti á fundi. Hjálpar fólki að komast inn í starfið. Ákveðið var að vinna áfram með hann og nýta m.a. upplýsingar sem höfðu verið settar á vef Öldu. Halldóra tók að sér að setja upp snepilinn.

Alda var með kynningu á félaginu og beinu lýðræði á Seyðisfirði í sumar. Góð mæting var á fundinn og líflegar umræður. Samstaða á fundinum um mikilvægi þess að koma á beinu lýðræði og sjálfbærni. Áhugi var fyrir slembivali og betri nýtingu á hráefnum og auðlindum.

Bent var á að Dalvík heldur í haust íbúakosningar á grundvelli nýrra sveitarstjórnarlaga. Alda mun fylgjast vel með því máli.

Þá kynnti Tryggvi Hansen hugmyndir sínar um beint lýðræði og í kjölfarið voru umræður um þær. Tryggvi benti á að lýðræði þurfi ekki alltaf að vera í fundarherbergjum heldur gæti farið fram úti, t.d. í gönguferðum. Gott ráð væri að slembivelja í 100 manna hópa sem taka til umræðu málefni samfélagsins og velja úr sínum hópi fulltrúa. Það skorti form sem grundvallist á umhyggju og visku en ekki sérhagsmunum og fjármagni. Mikilvægt að fólk kynnist. Hugmyndir Tryggva féllu vel að mörgum þeim hugmyndum sem Alda hefur verið að vinna með.

Nokkrar umræður voru um tillögur stjórnlagaráðs og kosningar um þær. Nokkrir á fundinum lýstu yfir áhyggjum. Hér má lesa síðustu ályktun Öldu um stjórnarskrármálið.

Fundi slitið 22.30.