Fundur haldinn 30. október 2013 að Barónstíg 3.
Mættir: Kristinn Már, Hulda Björg, Björn Leví og Kjartan.
Dagskrá.
1. Rafnræn þjóðaratkvæðagreiðsla
Björn Leví kynnti stöðuna á verkefni sem hann og aðrir eiga frumkvæði að og miðar að því að sýna fram á að gerlegt og ódýrt sé að halda rafrænar atkvæðagreiðslur. Þegar hefur verið settur upp vefur (spurningin.is) þar sem safnað er saman spurningum til að leggja fyrir í rafrænni atkvæðagreiðslu. Á fundinum var rætt um ýmsar hliðar málsins, m.a. um hvernig eigi að velja á milli spurninga sem hafa fengið flest atkvæði, um mikilvægi þess að hafa vel skilgreinda aðferðafræði sem öllum er ljós. Betra að hafa auðkenningu en ekki Facebook atkvæðagreiðslu milli vinsælustu spurninga. Gæta að feed-back loopum, svo spurningar hafi jafnari möguleika hvort sem þær eru vinsælar í byrjun eða ekki. Umræður um hvernig megi ákvarða hvaða spurningar eigi ekki heima í almennri atkvæðagreiðslu (eins og t.d. hvort K eigi frekar að kaupa Core Worlds eða Survive!) Nánari umræða verður þegar upplýsingar um atkvæðagreiðsluna sjálfa liggja fyrir. Alda er reiðubúin til þess að aðstoða og veita ráðgjöf um verkefnið.
2. Verkefni hópsins í vetur
Rætt um þær stefnur og tillögur sem Alda hefur þegar unnið á þessu málefnasviði (sjá að neðan) og hvað væri best að vinna áfram með í vetur. Samstaða um að leggja áherslu á tvennt, annars vegar að kynna stefnu félagsins á opnum fundum og þá sérstaklega lýðræðisferli sem reynst hafa vel erlendis (t.d. þátttökufjárhagsáætlunargerð og deliberative polling) og hins vegar að horfa til sveitarstjórnarkosninga í vor og kynna lýðræðislegt skipulag og stefnu fyrir stjórnmálaflokkum. Þá var einnig rætt um að Alda gæti hugsanlega gert úttekt á stjórnmálaflokkum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar a.m.k. hvað varðar skipulag og stefnu. Hugsanlega mætti útvíkka það og taka sjálfbærni með í reikninginn. Rætt nánar síðar.
Stefnt að fyrstu kynningu á lýðræðisferli í nóvember.
Fundi slitið laust fyrir 22. Fundargerð ritaði Kristinn Már.