Boðað er til aðalfundar Öldu, félags um Sjálfbærni og lýðræðis, laugardaginn 7. október kl. 14.00 í húsnæði Múlti-Kúltí að Barónsstíg 3. Dagskrá fundarins er eftirfarandi.

1. Kosning fundarstjóra
2. Skýrsla stjórnar
3. Framlagning reikninga
4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga
5. Lagabreytingar
6. Kosning kjörnefndar
7. Kosning stjórnar
8. Önnur mál

Að loknum aðalfundi flytur Kristinn Már Ársælsson, stjórnarmaður í Öldu og doktorsnemi í félagsfræði, erindi undir yfirskriftinni Er slembival á Alþingi kannski málið?

Sérstök athygli er vakin á því að framboð til stjórnar og lagabreytingartillögur þurfa að berast í síðasta lagi 2. október með tölvupósti á netfangið aldademocracy@gmail.com. Nánari tilhögun á aðalfundi skv. lögum félagsins fylgir neðst á síðunni.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Stjórn Lýðræðisfélagsins Öldu.

 

Úr 5. grein laga Öldunnar:

Um aðalfund

Kjörskrá á aðalfundi skal miðast við félagatal félagsins eins og það var þegar gengið er til kosninga. Kjörnefnd skal skipuð þremur mönnum sem hafa umsjón með framkvæmd kosningar til stjórnar. Gera má tillögu að kjörnefnd sem telst samþykkt ef enginn hreyfir andmælum. Sé hreyft við andmælum skal slembivelja í kjörnefnd úr félagsmönnum á aðalfundi.

Samþykki aðalfundar þarf til breytingar dagskrár. Lagabreytingatillögur skulu berast félaginu a.m.k. fimm dögum fyrir aðalfund og kynntar á vefsvæði félagsins og með tölvupósti til félagsmanna a.m.k. fjórum dögum fyrir aðalfund. Tillögur sem bornar eru fram á aðalfundi skal taka til umfjöllunar ef aðalfundur samþykkir eða ef sjö félagsmenn lýsa yfir stuðningi við tillöguna. Ákvæði þetta takmarkar ekki heimild aðalfundar til þess að breyta fram komnum tillögum.

Allar kosningar á aðalfundi skulu vera bundnar og skriflegar sé þess óskað. Jafnan skal kosið með handauppréttingum og ræður einfaldur meirihluti úrslitum. Framboð til stjórnar skulu berast stjórn félagsins a.m.k. fimm dögum fyrir aðalfund og kynnt á vefsvæði félagsins og með tölvupósti til félagsmanna a.m.k. fjórum dögum fyrir aðalfund.