Fundur verður í málefnahópi um sjálfbærni fimmtudaginn 24. maí kl. 20 í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4. Meginumfjöllunarefni fundarins eru tillögur Öldu að stefnu fyrir stjórnmálaflokka í sjálfbærnimálum (sjá drög að neðan).
Lesa meiraAlda, félag um sjálfbærni og lýðræði tók að sér það verkefni að teikna upp lýðræðislega skipan stjórnmálaflokks. Verkefnið samanstendur af tillögum að lögum og skipulagi fyrir lýðræðislegan stjórnmálaflokk, með skýringum og greinargerðum, hugmyndafræðilegum inngangi, ábendingum um verklag og tilvísinum í rannsóknir og fyrirmyndir. Þess ber að geta að Alda er ekki og hyggst ekki verða…
Lesa meiraAlda – félag um sjálfbærni og lýðræði ákvað í byrjun árs 2012 að vinna tillögu að stefnu fyrir stjórnmálaflokka í anda alvöru lýðræðis í nokkrum málaflokkum og hér gefur að líta fyrstu stefnuna, um lýðræðismál.
Lesa meiraÞað er ansi merkileg og spennandi ráðstefna núna næstu daga í Háskóla Íslands og ALDA hvetur alla til að mæta og hlýða á. Ráðstefnan hefst upp úr klukkan níu í fyrramálið og henni lýkur á sunnudag. Meðal þátttakenda í ráðstefnunni eru fjölmargir heimsþekktir fræðimenn og má þar m.a. nefna James S. Fishkin en hann er…
Lesa meiraÍ fyrri pistili var fjallað um vinnustundir á Íslandi í samanburði við nágrannalöndin og önnur lönd í heiminum. Var þar minnst á að mikil vinna sé neikvæð. Hér verður fjallað stuttlega um rannsókn á áhrifum vinnunar á íslensk heimili og á vinnuálagi, og aðeins fjallað um styttingu vinnudags í öðrum löndum. Áhrif langs vinnudags Í…
Lesa meiraBoðað er til fundar í málefnahóp um lýðræðislegt menntakerfi miðvikudaginn 9. maí kl 20:30 í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4. Á dagskrá fundarins er áframhaldandi umræða um nýja aðalnámskrá og mótun á stefnu Öldu menntamálum. Eins og með alla aðra fundi hjá Öldu er fundurinn opinn og allir eru hvattir til að mæta og taka þátt
Lesa meiraEitt þróaðasta samfélag á jörðinni er hið Íslenska. Og það breyttist ekki, þrátt fyrir skakkaföll – banka- og lánabóluna, sem sprakk hér með látum, ásamt tilheyrandi fylgifiskum. Þeir sem eiga heiður skilinn fyrir að hafa komið samfélagi okkar á þennan stað eru vitanlega hinir vinnandi menn eldri kynslóða, konur sem karlar. Þetta er allt vel.…
Lesa meiraBoðað er til fundar í málefnahóp um lýðræðislegt hagkerfi þriðjudaginn 8. maí kl 20:30 í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4. Á fundinum verður umfram allt ótrúlega gaman. Rætt verður um mál eins og þingsályktunartillögu um lýðræðisleg fyrirtæki og sitthvað fleira. Eins og með alla aðra fundi hjá Öldu er fundurinn opinn og allir eru hvattir til að…
Lesa meiraStjórnarfundur í Öldu. 1. maí 2012. Mættir voru: Halla Margrét, Hulda björg, Sólveig alda (er ritaði fundargerð), Björn Þorsteinsson, Sigrún Sigurðardóttir, Hjalti Hrafn, Kristinn Már (er stýrði fundi), Valgerður Pálmadóttir, Helga Kjartansdóttir, Þórður Björn, Júlíus Valdimarsson og Páll Heiðar. 1. Stytting vinnudags Allt að gerast. Stefna félagsins verður send á verkalýðsfélög í pósti í þessari…
Lesa meiraAlda vill benda á fund á vegum Stjórnarskrárfélagsins sem haldinn verður klukkan 20.00 annað kvöld, fimmtudaginn 3. maí, í Iðnó. Fundurinn ber yfirskriftina „Kjördæmi, persónukjör og nýja stjórnarskráin“ og fjallar um áhrif sem ný stjórnarskrá hefði á kosningakerfið og kjördæmin. Fleiri fundir eru á dagskrá félagsins og spannar umfjöllunarefni þeirra allt frá náttúrunni og auðlindunum…
Lesa meira