Stjórnarfundur verður haldinn næstkomandi þriðjudag, venju samkvæmt, kl. 20:30. Fundurinn verður í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4. Allir velkomnir.
Lesa meiraMeginhugsjónir Lýðræðisfélagsins Öldu eru tvær: lýðræði og sjálfbærni. Markmið Lýðræðisfélagsins Öldu er að lýðræðið nái til allra sviða þjóðfélagsins. Þar er svið efnahagslífsins engin undantekning. Raunar sýna fordæmin að það er ekki síst á því sviði sem lýðræðisumbóta er þörf.
Lesa meiraFlokka-fulltrúalýðræðið er í kreppu af ýmsum sökum, m.a. vegna þess hversu vald virðist þjappast innan kerfisins og innan flokkanna og þeirra stofnana sem þeir tengjast. Stjórnmálakerfið í heild býður upp á spillingu með því að vald getur safnast saman á fárra hendur, fáir koma að ákvarðantökunni og upplýsingagjöf er ekki opin að ónefndum beinum löglegum…
Lesa meiraÍ Porto Alegre í Brasilíu býr um ein og hálf milljón manns. Á hverju ári ákveða íbúarnir sjálfir í hvað peningar borgarinnar fara. Þátttökufjárhagsáætlunarferlið hefst þannig að áætlun síðasta árs er send út til hverfaráða sem halda opna fundi, ræða árangur síðasta árs og leggja drög að nýrri áætlun. Allir geta tekið þátt í að…
Lesa meiraFundur í málefnahópi um lýðræðislegt hagkerfi, 22. sept. 2011 kl. 20:30 í Grasrótarmiðstöðinni Brautarholti 4. Mætt voru Guðmundur D. Haraldsson, Guðni Karl Harðarson, Júlíus Valdimarsson, Guðmundur Ragnar Guðmundsson, Guðmundur Ágúst Sæmundsson, Bjarki Hilmarsson, Þorvaldur Þorvaldsson, Sólveig Alda Halldórsdóttir (sem stýrði fundi) og Björn Þorsteinsson (sem ritaði fundargerð). 1. Stytting vinnutíma. Guðmundur D. reifaði hugmyndir sínar…
Lesa meiraLýðræðisfélaginu hefur verið boðið að taka þátt í kaffispjalli um sjávarútveginn sem Húmanistaflokkurinn stendur fyrir. Þau Sólveig Alda Halldórsdóttir og Björn Þorsteinsson munu halda stutt erindi um lýðræðisvæðingu atvinnulífsins. Aðrir frummmælendur eru Finnbogi Vikar, ráðgjafi í sjávarútvegi og Júlíus Valdimarsson, ráðgjafi um vinnumál. Umfjöllunin byggist á stuttu innleggi frummælenda og þáttöku fundarmanna í umræðum. Fundurinn…
Lesa meiraLýðræðisfélagið Alda fagnar framkominni tillögu allsherjarnefndar Alþingis um að ríkisstjórnarfundir verði hljóðritaðir en fordæmir að almenningur þurfi að bíða í 30 ár eftir því að heyra upptökurnar.
Lesa meiraLoksins loksins fara málefnahóparnir af stað. Nú er fundur næstkomandi fimmtudagskvöld, 22. sept., í hópnum um Lýðræðislegt hagkerfi. Fundarstaður er Grasrótarmiðstöðin að Brautarholti 4 og fundurinn hefst klukkan 20.30. Dagskráin er á þessa leið: 1. Stytting vinnutíma – Guðmundur D. Haraldsson 2. Lýðræðisleg fyrirtæki – næstu skref 3. Hvað með lífeyrissjóði? 4. Önnur mál. Hlökkum…
Lesa meiraVið höfum, ásamt fjölmörgum grasrótarhópum, tekið húsnæði að Brautarholti 4 til leigu. Húsið gengur nú undir nafninu Grasrótarmiðstöðin. Alda fagnar því að vera komin með samastað en hvetur félagsmenn til að mæta og leggja hönd á plóg við að koma húsinu í stand. 🙂 Alda hefur sent eftirfarandi hvatningu til ráðherra, forseta Alþingis, þingmanna og…
Lesa meira