Utanríkismálanefnd Alþingis óskaði umsagnar félagsins vegna tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu (NATO). Alda sendi eftirfarandi umsögn. Alda – félag um sjálfbærni og lýðræði fagnar tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Þjóðaratkvæðagreiðslur eiga að vera sjálfsagður og eðlilegur hlutur í lýðræðislegu samfélagi. Aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu er mál þar…
Lesa meiraAlda óskar almenningi á Íslandi til hamingju með hænuskref í átt að alvöru lýðræði sem felst í rétti til þess að boða til borgarafunda og atkvæðagreiðslna í sveitarfélögum um einstök mál. Þann 1. janúar síðastliðinn tóku gildi ný sveitarstjórnarlög hvar almenningi er veittar eftirfarandi heimildir: 10% íbúa sveitarfélags mega kalla saman borgarafund í sveitarfélaginu um…
Lesa meiraAlda hefur unnið drög að skipulagi stjórnmálaflokks í anda alvöru lýðræðis. Hér eru birt lokadrög, með viðbótum frá fyrri útgáfu við inngang og skýringar. Skipulagið sjálft. lagatextinn, hefur verið formlega samþykktur. Tillögurnar hafa ekki verið prófarkarlesnar. Athugasemdir eru vel þegnar. Rétt er að geta þess að Alda er ekki stjórnmálaflokkur og hefur ekki í hyggju…
Lesa meiraTraust á Alþingi mælist í kringum 9% og stór hluti kjósenda gefur til kynna í skoðanakönnunum að hann muni ekki ljá rótgrónum stjórnmálaflokkum atkvæði sitt í næstu kosningum. Út um allan heim standa yfir mótmæli hvar krafist er alvöru lýðræðis. Undanfarið hefur Alda unnið að því að teikna upp skipulag stjórnmálaflokks í anda alvöru lýðræðis.…
Lesa meiraAlda hefur að undanförnu unnið drög að skipulagi stjórnmálaflokks í anda alvöru lýðræðis. Rétt er að geta þess að Alda er ekki stjórnmálaflokkur og hefur ekki í hyggju að bjóða fram eða taka þátt í starfi stjórnmálaflokka. Alda vinnur hins vegar tillögur að því hvernig megi dýpka lýðræðið og komu fram óskir þess efnis að…
Lesa meiraAlda hefur að undanförnu unnið að því að teikna upp skipulag stjórnmálaflokks í anda alvöru lýðræðis. Á morgun, mánudaginn 5. desember verður fundur í málefnahópi um lýðræði á sviði stjórnmálanna þar sem drögin verða tekin til umræðu og afgreiðslu. Að neðan gefur að líta drögin sem rædd verða á fundinum. Drög að skipulagi lýðræðislegs stjórnmálaflokks (PDF).…
Lesa meiraÁ mánudagskvöldið þann 5. desember verður fundur í málefnahóp um lýðræðisvæðingu á sviði stjórnmála. Undanfarið hefur Alda unnið grunninn að því hvernig lýðræðislegur stjórnmálaflokkur gæti litið út. Áfram verður haldið með þá vinnu. Hér má kynna sér þau drög sem rædd verða á fundinum. Fundurinn hefst kl. 20.30 í Grasrótarmiðstöðinni og eru allir velkomnir. Dagskrá:…
Lesa meiraAlda, félag um sjálfbærni og lýðræði, sendi nú fyrr í kvöld þingnefnd Alþingis eftirfarandi umsögn en umsagnarfrestur um tillögurnar var til og með 30. nóvember 2011. 1. Alda telur að það breytingarferli sem ákvarðað var upphaflega með lögum um Stjórnlagaþing og síðar Stjórnlagaráð hafi hvorki verið nægilega vel afmarkað né umfangsmikið fyrir það verkefni að…
Lesa meiraFundargerð í málefnahópi um lýðræðisvæðingu stjórnmálanna þar sem rætt var um skipulag lýðræðislegs stjórnmálaflokks. Mættir Margrét Pétursdóttir, Helga Kjartansdóttir (sem stýrði fundi), Guðmundur Haraldsson, Björn Þorsteinsson, Haraldur Ægisson, Hjalti Hrafn, Morten Lange og Kristinn Már er ritaði fundargerð. 1. Skipulag lýðræðislegs stjórnmálaflokks Kynning á tillögum um lýðræðislegan stjórnmálaflokk. Lýðræðisleg skipan stjórnmálaflokks. Guðmundur D. kynnti drögin…
Lesa meiraDrög að grunnskipulagi lýðræðislegs stjórnmálaflokks. Hvernig lýðræðislegu skipulagi stjórnmálaflokks skal háttað. Alda; félag um lýðræði og sjálfbærni Hópur: Lýðræði á sviði stjórnmálanna Tillögurnar unnu: Guðmundur D. Haraldsson, Hjalti Hrafn Hafþórsson og Helga Kjartansdóttir. Verkefnalýsing: Teikna upp lýðræðislegt skipulag stjórnmálaflokks sem er í anda Öldu, félags um lýðræði og sjálfbærni. Markmið: Eins og segir í stefnu…
Lesa meira