Vel tekið í tillögur um styttingu vinnudags – félagsfundur framundan

Tillögur Öldu um styttingu vinnudags hafa hlotið góðan hljómgrunn hjá stéttarfélögunum. Nokkrir fundir hafa verið haldnir og eru fleiri framundan. Tillögurnar voru á dögunum teknar fyrir hjá Stéttarfélagi bókasafns- og upplýsingafræðinga. Stéttarfélagið beindi því Bandalags háskólamanna að halda félagsfund um málið. Bandalag háskólamanna er regnhlífarsamtök 25 félaga. Var enn fremur hvatt til að Alda væri…

Lesa meira

Stytting vinnudagsins: Alda í fréttum

Alda var í fréttum í síðasta mánuði vegna hugmynda um styttingu vinnudagsins og bæklingsins sem var sendur til stéttarfélaga og fleiri aðila. Stöð 2 tók viðtal við Kristinn Má í tilefni af því og frétt birtist á vef Morgunblaðsins. Smugan var líka með frétt. Fulltrúar félagsins hafa nú hitt formenn tveggja stéttarfélaga og fulltrúa frá…

Lesa meira

Stytting vinnudags: Efni til stéttarfélaga

Alda sendi nýlega bækling til flestra stéttarfélaga á Íslandi. Í bæklingnum eru reifaðar tillögur Öldu, um styttingu vinnudags. Bæklingurinn var einnig sendur til Samtaka Atvinnulífsins, Viðskiptaráðs og nokkurra ráðuneyta ríkisins. Viðtakendur voru samtals um 130 að tölu. Bæklingnum var fylgt eftir með ósk um fund með fulltrúum Öldu. Bæklinginn má nálgast hér að neðan: Vinnum…

Lesa meira

Stytting vinnudags – Fundur 2. apríl

Boðað er til vinnufundar um styttingu vinnudags mánudaginn 2. apríl. Umræðuefnið er hvaða stéttarfélög á að hafa samband við til að kynna hugmyndir okkar. Einnig hvort og þá hvaða stjórnmálamenn á að ræða við um það sama. Hugmyndir um kynningu í fjölmiðlum. Félagið hefur samþykkt ályktun um styttingu vinnudags og verður unnið út frá henni í…

Lesa meira

Fundargerð stjórnarfundar 6. mars 2012

Stjórnarfundur í Öldu 6. mars 2012 kl. 20:30 í Grasrótarmiðstöð. Mætt voru Sólveig Alda, Guðmundur D., Björn, Júlíus, Kristinn Már, Hjalti, Hulda Björg, Guðni Karl. Guðmundur D. stýrði fundi og Björn ritaði fundargerð. 1. Ályktun um styttingu vinnudags. Ályktunin lögð fram og rædd. Guðmundur D. lagði fram tillögu um breytingu á orðalagi um kaupmátt og…

Lesa meira

Fundarboð – Stytting vinnudags 15. febrúar 2012

Boðað er til vinnufundar um styttingu vinnudags miðvikudaginn 15. febrúar. Umræðuefnið er ítarleg greinargerð sem búið er að setja saman um málið. Greinargerðina má finna [hér]. Fundurinn verður haldinn í Grasrótarmiðstöðinni (Brautarholti 4) og hefst klukkan 20.30. Allir velkomnir. Fundurinn er öllum opinn og þeir sem hafa áhuga á að vinna minna eru eindregið hvattir til að láta sjá sig.…

Lesa meira