Forsíða
Alda vill að í náinni framtíð verði fjögurra daga vinnuvika venjubundin á Íslandi. Full vinnuvika myndi teljast 30 til 32 stundir og oftast unnin á fjórum dögum. Fjögurra daga vinnuviku yrði náð með að beisla nýja og núverandi tækni í þágu styttri vinnutíma, auk samráðs á vinnumarkaði. Að mati Öldu er meginávinningur styttri vinnuviku að…
Hornsteinn stefnu Öldu er efling lýðræðis gegnum virka þátttöku almennings í stefnumótun og mikilvægum ákvörðunum, enda er það almenningur sem lýðræðið á að þjóna. Alda leggur einnig áherslu á gagnsæi sem er forsenda þess að stjórnmálin njóti trausts og að almenningur geti veitt valdhöfum aðhald. Þátttökulýðræði og slembival Meðal þeirra leiða sem Alda leggur til…
Framleiðsla og neysla verður að vera sjálfbær, að öðrum kosti er einungis tímaspursmál hvenær auðlindir jarðar ganga til þurrðar og mikilvæg vistkerfi hrynja. Eilífur vöxtur í heimi takmarkaðra auðlinda er ómögulegur. Krafan um sífelldan hagvöxt verður að víkja. Umhverfisvottun vöru verði skilyrði fyrir framleiðslu.
Alda telur mikilvægt að komið verði á fót samfélagsbönkum á Íslandi sem hafi það markmið að þjónusta notendur þeirra fyrir sem lægst þjónustugjöld og vaxtagjöld, en hafi einnig ábyrgð, skilvirkni og stöðugleika að leiðarljósi í sínum rekstri. Einsleitt bankakerfi, eins og íslenskt samfélag býr við, er hættulegt stöðugleika og er neytendum dýrt. Hvað eru samfélagsbankar?…
Alda telur jöfnuð mikilvægan til að samfélagið dafni sem best, að fólk lifi góðu, innihaldsríku lífi og til að hagkerfið skili af sér gæðum sem allir geti notið góðs af. Jöfnuður er mikilvægur til að fólk geti lifað og starfað saman í sama samfélaginu, án mikilla árekstra. Félagið telur ljóst að mikill misbrestur sé á…
Forsíða