Hvað eru samvinnufyrirtæki?

Samtök samvinnufyrirtækja í Bretlandi er með stutta, hnitmiðaða lýsingu á starfsmannasamvinnufyrirtækjum (workers cooperative): A co-operative business is that they are owned and run by the members – the people who benefit from the co-operative’s services. Although they carry out all kinds of business, all co-operative businesses have core things in common. Meira hér.

Lesa meira

Alda í Silfri Egils

Kristinn Már, félagsmaður í Öldu og meðlimur í stjórn, var í viðtali í Silfri Egils núna um helgina. Ŕæddi hann við Egil um Öldu, hugmyndir félagsins og starfsemi. Lýðræði var í fyrirrúmi. Viðtalið má sjá hér að neðan:

Lesa meira

Fundargerð stjórnarfundar 6. nóvember 2012

Mætt voru: Björn Þorsteinsson, Júlíus Valdimarsson, Kristinn Már Ársælsson, Sólveig Alda Halldórsdóttir (er stjórnaði fundi), Anna Rún Tryggvadóttir og Guðmundur D. Haraldsson (er ritar fundargerð). Fundur hófst kl. 20:15. 1. Stytting vinnutíma: a) Spurning hvað eigi að gera varðandi stéttarfélögin úti á landi. Stungið upp á því að halda fundi í gegnum Skype; Guðmundur fer…

Lesa meira

Fundarboð: Menntahópur 13. nóvember

Boðað er til fundar í málefnahóp um lýðræðislegt menntakerfi þriðjudaginn 13. nóvember kl 20:00. Fundurinn verður haldinn í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4. Fundurinn er að sjálfsögðu opinn og allir sem vilja taka þátt eru hvattir til að mæta. Markmið fundarins að þessu er að setja á blað stefnu Öldu í menntamálum. Það er ekki nauðsynlegt að…

Lesa meira

Stjórnarfundur – 6. nóvember

Stjórnarfundur verður venju samkvæmt næstkomandi þriðjudag, 6. nóvember kl. 20 í Grasrótarmiðstöðinni. Stjórn Öldu er nú fullskipuð að loknu slembivali í síðasta mánuði. Sibeso Sveinsson og Anna Rún Tryggvadóttir komu þá inn í stjórnina og bjóðum við þær velkomnar. Næstkomandi laugardag fer fram ráðstefna þar sem erlendis gestir koma á vegum Öldu og segja frá…

Lesa meira

Ályktun: Um styttingu vinnudags og ársþing ASÍ

Ársþing Alþýðusambands Íslands var haldið á dögunum. Á þinginu voru samþykktar ýmsar ályktanir, m.a. um atvinnumál og verðtryggingu. Engin ályktun fjallar hins vegar um vinnutíma og er hvergi minnst á vinnutíma í ályktunum þingsins. Alda harmar að ekkert aðildarfélag ASÍ og ekki heldur miðstjórn þess hafi séð ástæðu til að leggja fram ályktun um styttingu…

Lesa meira

Skýrsla McKinsey um íslenska hagkerfið

Undanfarna daga hefur verið fjallað um skýrslu sem ráðgjafafyrirtækið McKinsey skrifaði. Skýrslan fjallar að miklu leyti um lélega framleiðni á Íslandi og eru lagðar fram tillögur að breytingum í þeim efnum. Markmið tillagna höfunda um aukna framleiðni eiga – segja höfundarnir – að auka lífsgæði á Íslandi, með auknum frítíma og aukinni neyslu. Þessi hugsun…

Lesa meira