Fundur var settur klukkan 20:05 á kaffihúsinu Stofunni. Mætt voru Guðmundur D. Haraldsson (er ritaði fundargerð og stjórnaði fundi), Bára Jóhannesdóttir, Sævar Finnbogason, Júlíus Valdimarsson og Guðmundur Hörður Guðmundsson. 1. Samfélagsbankar Í vinnslu á vegum Öldu er skýrsla um samfélagsbanka og hvað þarf að gera á Íslandi til að samfélagsbanki geti orðið til. Reiknað er…
Lesa meiraStjórnarfundur í Öldu verður haldinn 25. júní 2020 og hefst kl. 20:00. Fundurinn verður haldinn að kaffihúsinu Stofunni, Vesturgötu 3, í fundarherberginu á efri hæðinni. Fundir stjórnar Öldu eru opnir öllum og allir eru velkomnir. Allir sem vilja taka þátt geta mætt á fund hjá félaginu. Dagskrá: * Samfélagsbankar * Ráðstefna á vegum European Network…
Lesa meiraAlda sendi í dag til Alþingis umsögn um lagafrumvarp um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja. Frumvarpið má finna hér og umsögnina hér.
Lesa meiraAlda sendi í dag til Alþingis umsögn um þingsályktunartillögu um takmarkanir á fjárfestingum í vinnslu jarðefnaeldsneytis. Þingsályktunartillögunina má finna hér og umsögnina hér.
Lesa meiraAlda sendi í dag til Alþingis umsögn um þingsályktunartillögu um lýðræði og gagnsæi í lífeyrissjóðunum. Alda tekur undir að auka þurfi lýðræði og gagnsæi í lífeyrissjóðunum og bendir á að fulltrúar fjármagns- og fyrirtækjaeigenda eigi ekki að eiga sæti í stjórnum lífeyrissjóða. Þingsályktunartillöguna má finna hér og umsögnina má finna hér.
Lesa meiraMikill stuðningur er við að almenningur fái að taka þátt í að ákveða framtíðarskipan bankakerfisins á lýðræðislegan hátt, t.d. með slembivöldu borgaraþingi, áður en ákvörðun um einkavæðingu bankanna verður tekin. Þetta kemur fram í könnun sem MMR vann fyrir Öldu, félag um sjálfbærni og lýðræði. Í könnuninni kemur einnig fram mikill stuðningur við stofnun samfélagsbanka…
Lesa meiraAlda sendi í dag umsögn til Alþingis um breytingu á lögum um erfðafjárskatt. Umsögnin er jákvæð í garð þrepaskiptingar, en bent er á að þrepin þurfi að vera fleiri en frumvarpið gerir ráð fyrir. Einnig er bent á að máli skiptir hvernig erfðafjárskatturinn er reiknaður. Umsögnina má finna hér og lagafrumvarpið hér.
Lesa meiraAlda sendi í dag umsögn í Samráðsgátt ríkisins um lagabreytingu um ársreikningaskrá, sem myndi gera það að verkum að skráin yrði opin án endurgjalds. Félagið tekur undir tillöguna, enda eykur hún gagnsæi í samfélaginu og um hag fyrirtækja. Félagið hefur áður sent inn umsögn um svipað mál, hér. Umsögnina má finna hér og lagabreytingatillöguna má…
Lesa meiraAlda sendi í dag til Alþingis umsögn um lagabreytingu um ársreikningaskrá, sem myndi gera það að verkum að skráin yrði opin án endurgjalds. Félagið tekur undir tillöguna, enda eykur hún gagnsæi í samfélaginu og um hag fyrirtækja. Umsögnina má finna hér og lagabreytingatillöguna má finna hér.
Lesa meiraAlda sendi í dag til Alþingis umsögn um þingsályktunartillögu um fullgildingu sáttmála um bann við kjarnorkuvopnum. Umsögnina má finna hér og þingsályktunartillöguna hér. Alda lýsir yfir stuðningi við tillöguna.
Lesa meira