Aðalfundur Lýðræðisfélagsins Öldu 2025

Boðað er til aðalfundar Öldu, félags um sjálfbærni og lýðræði, þann 27. október 2025 kl. 20:00. Fundurinn verður haldinn í KR húsinu, Frostaskjóli 2, Reykjavík. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: 1. Kosning fundarstjóra2. Skýrsla stjórnar3. Framlagning reikninga4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga5. Lagabreytingar6. Kosning kjörnefndar7. Kosning stjórnar8. Önnur mál Stjórnin hvetur alla félaga til að…

Lesa meira

Einkavæðing banka er gjaldþrota hugmyndafræði

Fyrir stuttu skiluðu bankarnir inn uppgjörum. Ársreikningar stóru bankanna þriggja – Íslandsbanka, Landsbankans og Arion banka –, prýddir fallegum myndum af fólki og fjöllum, sýna að hagnaður þeirra hefur aukist enn eitt árið og að arðsemi þeirra hefur aukist enn á ný. Bankarnir stefna að tugmilljarða arðgreiðslum til eigenda og kaupréttarsamningum til stjórnenda. Bankarnir hafa…

Lesa meira

Tillögur Öldu um umbætur í starfsemi og tekjuöflun ríkisins

Alda hefur sent inn umsögn til stjórnvalda í gegnum samráðsgátt um umbætur í starfsemi og tekjuöflun ríkisins. Tillögur Öldu munu leiða til aukinnar samkeppni og leiða af sér bættan hag almennings, treysta skattskil og efla og styrkja tekjustofna ríkisins til framtíðar, fela í sér endurskoðun á forsendum hugbúnaðarkaupa og -gerðar ríkisins sem mun leiða af…

Lesa meira

Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð?

Guðmundur D. Haraldsson, stjórnarmaður í Öldu, skrifar: Undanfarna tvo áratugi hefur umræða um ójöfnuð farið stigvaxandi í hinum vestræna heimi. Áhyggjur fólks og stofnana af auknum ójöfnuði hafa aukist mjög meðfram stigvaxandi ójöfnuði. Í umræðunni er mikið fjallað um tölur og hlutföll yfir ójöfnuð, minna er þó talað um af hverju ójöfnuður er óæskilegur og…

Lesa meira

Yfirlýsing Öldu vegna stjórnarmyndunar

Reykjavík, 10. desember 2024 Alda hvetur alla stjórnmálaflokka til að huga sérstaklega að lýðræði, velferð, jöfnuði og bankakerfinu í stjórnarmyndunarviðræðum. Framþróun er mikilvæg í þessum málaflokkum til að styrkja samfélagið til framtíðar. Lýðræði Traust á stjórnmálaflokkum og stofnunum hins opinbera á Íslandi hefur dvínað verulega á nokkrum áratugum. Þá telja minna en 30% landsmanna samkvæmt…

Lesa meira

Jafnaðarsamfélagið: Aukin lífsgæði, jafnari tækifæri og meiri samheldni

Guðmundur D. Haraldsson, stjórnarmaður í Öldu, skrifar: Íslenskt samfélag hefur lengi viljað jöfnuð meðal borgaranna – við höfum jafnvel stært okkur af jöfnuði og verið stolt af því að ójöfnuður hafi ekki aukist á meðan það hefur verið raunin annars staðar. Og um margt byggðum við upp samfélag jöfnuðar, þar sem munurinn á aðstæðum og…

Lesa meira