Fundargerð: Hópur um nýtt hagkerfi 20. febrúar

Fundur settur klukkan 18. Mættir voru: Guðmundur, Krisinn, Harpa, Hjalti, Ásta, Þórarinn (ritari) og sænskur mannfræðinemi sem fylgdist með. Í samræmi við niðurstöðu fyrri fundar hafði Guðmundur tekið saman lista yfir vandamál í hagkerfinu sem þarf að lagfæra sem allra fyrst, flest vandamál sem hefði þurft að leysa strax eftir hrun. Listinn var ræddur og…

Lesa meira

Fundargerð – Málefni hælisleitenda 13. Feb 2013

Alda – félag um sjálfbærni og lýðræði Fundur í málefnahóp um málefni hælisleitenda Miðvikudagur 13. febrúar 2013 Fundur var settur kl 20:10 Mætt voru: Hjalti, Ali, Eze, Ozaze, Kristinn Már, Josef, Hulda, Jórunn, Gazem, Matti, Navid, Jason, Samuel, Dagný, Idafe, Martin, Ali, Tony, Evelyn, Kwad, Okuru Fundarstjóri og ritari var Hjalti Hrafn. Í upphafi fundar…

Lesa meira

Fundargerð: Þjóðfundur

Fundur um þjóðfund haldinn þann 5.2.13. í Grasrótarmiðstöðinni Hugmyndir voru ræddar um að halda nýjan þjóðfund, tilgang slíks fundar og markmið. Þjóðfundarformið opnar leið til að efla beint lýðræði m.a. með því að samborgarar hittast á jafningjagrundvelli til þess að ræða hugmyndir um hvernig megi skapa betra samfélag. Þjóðfundaformið krefst samvinnu og djúprar hlustunar af…

Lesa meira

Fundargerð – stjórnarfundur 6. feb.

Fundur settur kl. 20.10 Mættir Dóra Ísleifs sem stýrir fundi, Kristinn Már, Sólveig Alda sem ritar fundargerð, Björn Þorsteinsson, Sigrún Sigurðardóttir, Hjalti Hrafn og Navid. 1. Málefni innflytjenda og flóttafólks og hælisleitenda. Hjalti fór yfir. Unnið hefur verið að drögum að ályktun um málefni flóttafólks en ástandið í þeim málum er vægast sagt hrikalegt og…

Lesa meira

Fundur um nýtt hagkerfi 14. febrúar 2012

Fundur verður haldinn 14. febrúar næstkomandi kl. 18 í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4. Markmið fundarins er að hefja undirbúningsvinnu að hugmyndum Öldu um nýtt hagkerfi. Aðalatriðin yrðu trúlega sótt úr leiðarkerfi New Internationalist að sanngjörnu hagkerfi, en það verður rætt nánar á fundinum. Allir velkomnir að vanda.

Lesa meira

ALDA tekur þátt í borgarafundi 11. feb.

Öldu hefur verið boðið að taka þátt í borgarafundi þar sem stjórnmálasamtökin Dögun boða til. Fundurinn verður haldinn í Iðnó mánudaginn 11. febrúar kl. 20.00 Ásamt Öldu verða Hagsmunasamtök heimilina og Öryrkjabandalag Íslands með framsögu. Tilgangur borgarafundanna er sá að talsmenn félagasamtaka leggi línurnar gagnvart stjórnmálunum með framsögum um áherslur þeirra og hvað betur mætti…

Lesa meira

Heilafóður – Er þörf á hugarfarsbreytingu?

Laugardaginn 9. Febrúar tók Alda þátt í málþingi á vegum húmanistaflokksins. Hjalti Hrafn sem fulltrúi Öldu flutti þar stutt erindi um hugarfarsbreytingu. Eftirfarandi er texti framsögunnar. ________________________________________ Er þörf á hugarfarsbreytingu? Nei (og já). Það þarf að breyta meira en bara hugarfari. Við þurfum að ganga skrefi lengra. Við erum núna að ganga í gegnum…

Lesa meira