Ályktun: Um styttingu vinnudags og ársþing ASÍ

Ársþing Alþýðusambands Íslands var haldið á dögunum. Á þinginu voru samþykktar ýmsar ályktanir, m.a. um atvinnumál og verðtryggingu. Engin ályktun fjallar hins vegar um vinnutíma og er hvergi minnst á vinnutíma í ályktunum þingsins. Alda harmar að ekkert aðildarfélag ASÍ og ekki heldur miðstjórn þess hafi séð ástæðu til að leggja fram ályktun um styttingu…

Lesa meira

Starfið í vetur – fundargerð

Opinn fundur um starfið í vetur. Mættir voru. Guðmundur D. Haraldsson, Ásta Hafberg, Hulda Björg Sigurðardóttir, Sólveig Alda Tryggvadóttir, Hjalti Hrafn Hafþórsson, Sibeso Sveinsson, Þórarinn Einarsson og Kristinn Már (sem ritaði fundargerð). Farið var yfir hugmyndir að verkefnum sem hafa verið í vinnslu eða á teikniborðinu. Rædd var sú hugmynd um að málefnahóparnir þrír, um…

Lesa meira

Lýðræðisvæðing Orkuveitu Reykjavíkur

Alda fagnar nýútkominni skýrslu um rekstur Orkuveitu Reykjavíkur. Þar kemur fram að ábyrgð stjórnenda hafi verið óljós og að stjórnin hafi staðið í deilum en ekki leitað bestu niðurstöðu. Reksturinn var ósjálfbær og slæmar ákvarðanir teknar. Ljóst má vera af skýrslunni að stjórnendur hafi ekki haft hagsmuni eigenda OR, almennings, að leiðarljósi. Alda telur rétt að OR verði lýðræðisvædd.…

Lesa meira

Lýðræðislegt hagkerfi – fundargerð 16.10.2012

Fundur í málefnahópi um lýðræðisvæðingu hagkerfisins. Mættir voru Guðmundur D., Júlíus Valdimarsson og Kristinn Már (er ritaði fundargerð). 1. Þingsályktunartillaga – staðan Þingsályktunartillaga um lýðræðisleg fyrirtæki (endanlegt skjal væntanlegt á vefinn) er farin fyrir þingið. Það var Birgitta Jónsdóttir þingmaður sem átti frumkvæði að því að koma málinu inn í þingið. Hún er til vinnslu…

Lesa meira

Ályktun og erindi um Þjóðhagsstofnun

Ályktun samþykkt á stjórnarfundi Öldu, 2. október 2012. Í ljósi umræðu um stofnun Þjóðhagsstofnunar (http://www.althingi.is/altext/138/s/1537.html) er ástæða til að koma eftirfarandi á framfæri: Alda telur nauðsynlegt að hugað verði að fleiri þáttum en efnahagslegum hjá fyrirhugaðri Þjóðhagsstofnun. Á undanförnum áratugum hefur í alltof miklum mæli verið einblínt á mælikvarða hagfræðinnar þegar hugað er að hag,…

Lesa meira

Fundarboð – lýðræðislegt hagkerfi – 18. september 2012

Boðað er til fundar í málefnahóp um lýðræðislegt hagkerfi þriðjudaginn 18. september kl 20:00. Fundurinn er haldinn í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4. Fundurinn er að sjálfsögðu opinn og allir sem vilja taka þátt eru hvattir til að mæta. Á fundinum verður fjallað um þingsályktunartillögu um lagaramma fyrir lýðræðisleg fyrirtæki sem vonandi fer fyrir Alþingi bráðlega. Einnig…

Lesa meira

Stytting vinnudagsins: Alda í fréttum

Alda var í fréttum í síðasta mánuði vegna hugmynda um styttingu vinnudagsins og bæklingsins sem var sendur til stéttarfélaga og fleiri aðila. Stöð 2 tók viðtal við Kristinn Má í tilefni af því og frétt birtist á vef Morgunblaðsins. Smugan var líka með frétt. Fulltrúar félagsins hafa nú hitt formenn tveggja stéttarfélaga og fulltrúa frá…

Lesa meira